Jolie neitar beiðni Pitt

Angelina Jolie og Brad Pitt eiga í hatrammri forræðisdeilu.
Angelina Jolie og Brad Pitt eiga í hatrammri forræðisdeilu. AFP

Angelina Jolie neitar að fallast á beiðni Brad Pitt, sem á dögunum fór fram á að fá sameiginlegt forræði yfir börnum sínum sex.

Frétt mbl.is: Pitt fer fram á sameiginlegt forræði

Jolie, sem fer með forræði yfir börnunum til bráðabirgða, vill einungis að leikarinn fái að hitta börnin undir eftirliti.

Samkvæmt frétt Daily Mail er Jolie sögð ætla að berjast fyrir því að fá fullt forræði yfir börnunum, en því er haldið fram að hún vilji að leikarinn taki sig saman í andlitinu.

Þá er leikkonan sögð fara fram á að Pitt leiti sér hjálpar vega meintrar áfengis- og vímuefnaneyslu sinnar, sem og reiðistjórnunarvanda.

Samkvæmt frétt Daily Mail hefur leikarinn samþykkt að heimsækja börnin undir eftirliti, en aðilinn sem fylgist með heimsókninni er síðan sagður munu ákvarða hvort ástæða þyki til að halda eftirliti áfram.

Í frétt miðilsins segir einnig að barnaverndaryfirvöld verði upplýst um gang mála, en áður hefur verið greint frá því að Jolie og Pitt sæti bæði rannsókn barnaverndarnefndar.

Frétt mbl.is: Jolie einnig rannsökuð 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney