Spennan magnast fyrir Óskarinn

Augu margra beinast nú að Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.
Augu margra beinast nú að Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. AFP

Búist er við því að dans- og söngvamyndin La La Land muni fara með sigur af hólmi á 89. Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin er í Los Angeles í kvöld.

Alls keppir myndin í 13 verðlaunaflokkum og af þeim 14 sem eru tilnefndir fyrir aðkomu sína að myndinni, þykja margir skotheldir sigurvegarar ef marka má veðbankana.

Kvikmyndin, með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum, hefur heillað gagnrýnendur um heim allan og halað inn tekjur sem nema rúmlega tíföldum kostnaði við gerð myndarinnar, sem voru 30 milljónir bandaríkjadala.

Mest þykir spennan vera í keppninni um verðlaun fyrir besta karlleikara í aðalhlutverki. Lengi hefur Casey Affleck þótt sigurstranglegastur, fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester by the Sea, en Denzel Washington hefur sótt á forskot hans síðustu vikur, miðað við tölur veðbanka, fyrir hlutverk sitt í Fences.

Hvað sem því líður er ljóst að mikið verður um dýrðir í kvöld.

Fyrsta skipti sem Kimmel kynnir

Alls eru 62 kvik­mynd­ir til­nefnd­ar í 24 flokk­um. La La Land er þar fremst í flokki með áðurnefndar 14 til­nefn­ing­ar en aðeins tvær kvik­mynd­ir, Tit­anic og All About Eve, hafa áður hlotið svo marg­ar til­nefn­ing­ar. Áhuga­vert verður að sjá hvort mynd­in slái nú­gild­andi met um flest verðlaun en þrjár mynd­ir hafa áður hlotið 11 Óskar­sverðlaun.

Óskar­sverðlauna­hátíðin hefst í dag klukk­an 16 að staðar­tíma í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um. mbl.is mun að sjálfsögðu greina frá því sem þar fer fram.

Kynn­ir hátíðar­inn­ar er að þessu sinni spjallþátta­stjórn­and­inn Jimmy Kimmel og venju sam­kvæmt hefst hátíðin á ein­tali hans. Þar mun Kimmel að öll­um lík­ind­um gera góðlát­legt grín að gest­um hátíðar­inn­ar en þetta er í fyrsta skipti sem hann er kynn­ir Óskar­sverðlaun­anna. Kimmel hef­ur þó áður verið kynn­ir  á öðrum verðlauna­hátíðum, til dæm­is Emmy-verðlaun­un­um og Banda­rísku tón­list­ar­verðlaun­un­um.

Leikkonan Sofia Carson á rauða dreglinum í kvöld.
Leikkonan Sofia Carson á rauða dreglinum í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Gættu þess að nota ekki forréttindi þín þér til framdráttar umfram aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Gættu þess að nota ekki forréttindi þín þér til framdráttar umfram aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant