Kimmel skýtur ítrekað á Trump

Kimmel á hátíðinni í Los Angeles í kvöld.
Kimmel á hátíðinni í Los Angeles í kvöld. AFP

Jimmy Kimmel, kynnir Óskarsverðlaunahátíðarinnar í ár, opnaði hátíðina með röð brandara á kostnað Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Búist er við að pólitísk mótmæli á þessa vegu haldi áfram að lita hátíðina eftir því sem líður á nóttina.

Opnunarræða Kimmel í heild sinni

Eins og áður hefur verið greint frá er kvikmyndin La La Land með flestar tilnefningar á leið inn í kvöldið, eða 14 talsins.

Eftir að Justin Timberlake hafði flutt lagið Can't Stop the Feeling við góðar undirtektir gesta var Kimmel ekki lengi að skipta yfir í pólitíska gírinn.

„Þessari sýningu er sjónvarpað beint til milljóna Bandaríkjamanna og um heim allan í yfir 225 löndum, sem öll hata okkur,“ sagði Kimmel.

„Ég vil koma á framfæri þökkum til Trump forseta. Muniði á síðasta ári þegar það leit út fyrir að Óskarsverðlaunahátíðin væri haldin kynþáttafordómum? Það er úr sögunni.“

Trump hefur sagst ekki munu horfa á hátíðina í sjónvarpinu.
Trump hefur sagst ekki munu horfa á hátíðina í sjónvarpinu. AFP

Daglegar hægðir forsetans

Skemmtanaiðnaðurinn vestanhafs hefur verið harðlega andsnúinn Trump, sem hefur oft svarað í sömu mynt í gegnum uppáhaldssamfélagsmiðilinn sinn, Twitter.

„Sum ykkar munu koma hingað upp á svið og halda ræðu sem forseti Bandaríkjanna mun síðan tísta um, í hástöfum, á meðan hann hefur sínar daglegu hægðir klukkan fimm í fyrramálið. Og mér finnst það ansi æðislegt, ef þú spyrð mig.“

Hann vildi þó halda stemningunni léttri og bað áhorfendur í hinum klofnu Bandaríkjum að tala meira við hver annan.

„Ef við myndum öll gera það myndum við gera Bandaríkin stórkostleg á ný,“ sagði Kimmel og vísaði þar til kosningaslagorðs Trumps.

Opnunarræða Kimmel í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Gættu þess að nota ekki forréttindi þín þér til framdráttar umfram aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Gættu þess að nota ekki forréttindi þín þér til framdráttar umfram aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant