„Við brugðumst akademíunni“

Faye Dunaway og Warren Beatty á sviðinu.
Faye Dunaway og Warren Beatty á sviðinu. AFP

Óskarsakademían hefur beðið leikara og annað starfslið kvikmyndanna La La Land og Moonight innilegrar afsökunar á mistökunum sem urðu til þess að leikararnir Warren Beatty og Fay Dunaway lásu upp nafn rangrar myndar í flokknum besta kvikmyndin á Óskarnum aðfararnótt mánudags.

Akademían sagði að þeir sem komu að báðum myndunum hafi sýnt „gífurlega mikla reisn“ og bætti við að upplifun þeirra af kvöldstundinni hafi „breyst stórkostlega vegna mistakanna“.

 

 

Í yfirlýsingunni kemur fram að endurskoðendafyrirtækið PwC, sem áður hét Price Waterhouse Coopers, hafi gengist við ábyrgð á þeim „brotum á formföstum starfsreglum“ sem leiddu til mistakanna.

„Við höfum eytt síðustu nótt og deginum í dag við að rannsaka það sem gerðist og munum í framhaldinu ákveða hvernig brugðist verður við,“ sagði í yfirlýsingunni.

Mikil ringulreið ríkti eftir að tilkynnt hafði verið um mistökin.
Mikil ringulreið ríkti eftir að tilkynnt hafði verið um mistökin. AFP

PwC gaf einnig út yfirlýsingu þar sem kom fram að starfslið þess hafi ekki brugðist nógu snöggt við. Skuldinni var jafnframt skellt á samstarfsmann fyrirtækisins, Brian Cullinan, annars tveggja endurskoðendanna sem áttu að láta kynnana hafa réttum umslögin í hendurnar, að því er The Guardian greinir frá. 

PwC sagði að röð mistaka hefðu verið gerð og að Brian Cullinan og samstarfskona hans Martha Ruiz hafi ekki brugðist nógu snöggt við þegar La La Land var tilkynnt fyrir mistök sem sigurvegari.

Meira en tvær mínútur tók að leiðrétta mistökin frá því Beatty og Dunaway tilkynntu um hinn ranga sigurvegara.

Kynnirinn Jimmy Kimmel baksviðs.
Kynnirinn Jimmy Kimmel baksviðs. AFP

„PwC ber fulla ábyrgð þeirri röð mistaka og brota á formföstum starfsreglum á Óskarsverðlaununum,“ sagði í tilkynningunni. Þar kom fram að Cullinan hefði fyrir mistök látið Beatty og Dunaway fá umslagið fyrir bestu leikkonuna en Emma Stone hafði unnið þau verðlaun fyrir La La Land.

„Undanfarin 83 ár hefur akademían treyst okkur í PwC fyrir framkvæmd verðlaunaafhendingarinnar á meðan á athöfninni stendur og síðustu nótt brugðumst við akademíunni,“ sagði í yfirlýsingunni.

Beatty, Dunaway, kynnirinn Jimmy Kimmel og aðstandendur kvikmyndanna tveggja voru jafnframt beðin afsökunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson