Fate of the Furious slær aðsóknarmet

Vin Diesel á frumsýningu Fate of the Furious í Berlín.
Vin Diesel á frumsýningu Fate of the Furious í Berlín. AFP

Nýjasta kvikmyndin í „Fast and the Furious“ seríunni, „The Fate of the Furious“ þénaði 98,8 milljónir Bandaríkjadala í miðasölutekjur um helgina í Norður-Ameríku en hún var frumsýnd á föstudaginn.

Þetta er áttunda myndin í Fast and the Furious seríunni en hluti hennar var tekin upp hér á landi. Meðal aðalleikara eru Vin Diesel, Dwayne Johnson, Michelle Rodriquez og Jason Statham.

Myndin náði þó ekki að slá opnunarmet sitt í Norður-Ameríku en síðasta mynd, Furious 7 þénaði 147,2 milljónir Bandaríkjadala fyrstu helgina sína í sýningu.

Hinsvegar er nýjasta myndin vinsælli á öðrum mörkuðum og þénaði 432,3 milljónir Bandaríkjadala á 63 öðrum alþjóðlegum mörkuðum um helgina. Þar með sló myndin opnunarmet Jurassic World upp á 316,7 milljónir Bandaríkjadala.

Myndin þénaði 190 milljónir Bandaríkjadala í Kína og er það stærsta opnunarhelgi sögunnar í einu landi. 

Alls þénaði myndin 532 milljónir Bandaríkjadala um helgina eða tæplega 60 milljarða íslenskra króna og sló met Star Wars: The Force Awakens frá árinu 2015 en hún þénaði 529 Bandaríkjadali fyrstu helgina sína í sýningu. Alls nema tekjur Fast and the Furious myndanna 4,4 milljörðum Bandaríkjadala.

Fate of the Furious var tekin upp að hluta á Mývatni og Akranesi á síðasta ári.

Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Geir Gunn­ars­son, markaðsstjóri Mynd­forms sem sýn­ir myndina hér á landi, sem var þá bú­inn að sjá mynd­ina að ís­lensk nátt­úra fengi að njóta sín mjög vel í  henni. Taldi hann að um 30 til 40 mín­útna kafli mynd­ar­inn­ar ger­ist á Íslandi.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Kathryn Hughes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Kathryn Hughes
Loka