Gætu met verið slegin í kvöld?

Leikstjórinn Jordan Peele mætir á rauða dregilinn fyrr í kvöld.
Leikstjórinn Jordan Peele mætir á rauða dregilinn fyrr í kvöld. AFP

Nítugasta Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í Los Angeles í nótt að íslenskum tíma. Miðað við tilnefningar kvöldsins lítur út fyrir að nokkur met gætu verið slegin á hátíðinni.

Breski miðillinn Guardian hefur tekið saman eftirfarandi punkta:

  • Christopher Plummer, 88 ára, gæti orðið sá elsti til að vinna til verðlauna fyrir bestan leik og um leið slegið sitt eigið met frá árinu 2012.
  • Rachel Morrison, sem þegar er fyrsta konan til að vera tilnefnd fyrir kvikmyndatöku, fyrir myndina Mudbound, gæti þess vegna að sjálfsögðu orðið fyrsta konan til að hljóta verðlaunin.
  • Ef Jordan Peele nær að sigra Guillermo del Toro í slagnum um verðlaunin fyrir bestu leikstjórnina, yrði hann fyrsti svarti maðurinn til að hreppa þau.
  • Timothée Chalamet, leikari í myndinni Call Me by Your Name, gæti orðið sá yngsti til að fá verðlaun fyrir bestan leik karlleikara í aðalhlutverki. Myndi hann slá met Adrien Brody sem var 29 ára þegar hann hlaut verðlaun fyrir leik sinn í The Pianist.
  • Líklegust til að slá met þykir vera Agnes nokkur Varda, sem 89 ára að aldri er þegar sú elsta til að vera tilnefnd til Óskarsverðlauna. Ef heimildarmynd hennar, Faces Places, vinnur til verðlauna þá yrði hún sömuleiðis elsti verðlaunahafi í sögu Óskarsverðlaunahátíðarinnar.

Fylgst er með hátíðinni í beinni hér á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson