Óskar McDormand stolið

Litlu mátti muna að McDormand tapaði Óskarnum sínum.
Litlu mátti muna að McDormand tapaði Óskarnum sínum. AFP

Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið karlmann sem er grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu Frances McDormand efir verðlaunahátíðina á sunnudag. Búið var að grafa nafn hennar í styttuna þegar henni var stolið. BBC greinir frá.

Hinn handtekni heitir Terry Bryant og er 47 ára gamall. Hann var sjálfur á hátíðinni, en þó ekki sem gestur, heldur starfsmaður.  Hans hlutverk var að taka við miðunum á Governor‘s Ball, sem er formlegur kvöldverður haldinn eftir verðlaunaafhendinguna.

Bryant var með Óskar McDormand í fórum sínum þegar lögreglan handtók hann, en styttunni hefur nú verið komið aftur í réttar hendur.

McDormand hlaut verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. En hún átti eflaust augnablik gærkvöldsins, eft­ir að hún hafði tekið við verðlaun­um fyr­ir hlut­verk sitt sem móðir sem hefn­ir nauðgun­ar og morðs dótt­ur sinn­ar. Bað hún all­ar kon­ur í saln­um sem til­nefnd­ar höfðu verið til verðlauna að standa upp, og bað svo viðstadda að líta í kring­um sig.

„Við höf­um all­ar sög­ur að segja og verk­efni sem þarf að fjár­magna,“ sagði hún við mikið lófa­klapp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson