„Við höfum allar sögur að segja“

McDormand átti augnablik kvöldsins.
McDormand átti augnablik kvöldsins. AFP

Kvikmyndin The Shape of Water hlaut eftirsóttustu verðlaun Óskarsverðlaunahátíðarinnar í nótt þegar hún var valin besta myndin. Um leið lauk þessu misseri verðlaunahátíða sem farið hafa fram í skugga afhjúpana um kynferðislegt misferli í skemmtanaiðnaðinum.

The Shape of Water var með flestar tilnefningar við upphaf kvöldsins, 13 talsins, og fékk að auki verðlaun fyrir leikstjórn, listræna stjórn og kvikmyndatónlistina.

Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, í leikstjórn Martin McDonagh, hlaut tvenn verðlaun; Frances McDormand var valin besta leikkonan í aðalhlutverki og Sam Rockwell besti leikari í aukahlutverki.

Stríðsmynd Christophers Nolan, Dunkirk, hlaut þá þrenn verðlaun; fyrir hljóðvinnslu, -blöndun og klippingu.

Meryl Streep var fljót til að standa upp.
Meryl Streep var fljót til að standa upp. AFP

„Ég er innflytjandi,“ sagði Guillermo del Toro, leikstjóri The Shape of Water, þegar hann tók við fyrstu verðlaunum sínum í nótt. Lofaði hann þann mátt sem kvikmyndir hafa til að afmá línurnar á milli fólks af mismunandi uppruna.

„Ég vil tileinka þetta öllum ungum kvikmyndagerðarmönnum – æskunni sem er að sýna okkur hvernig hlutirnir eru gerðir. Í alvöru, hún er að því, í öllum löndum heimsins.“

Bað allar tilnefndar konur að standa upp

McDormand átti eflaust augnablik kvöldsins, eftir að hún hafði tekið við verðlaunum fyrir hlutverk sitt sem móðir sem hefnir nauðgunar og morðs dóttur sinnar. Bað hún allar konur í salnum sem tilnefndar höfðu verið til verðlauna að standa upp, og bað svo viðstadda að líta í kringum sig.

„Við höfum allar sögur að segja og verkefni sem þarf að fjármagna,“ sagði hún við mikið lófaklapp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson