Ungmenni í vanda

Kæra Jelena fjallar um fjögur ungmenni sem kvöld eitt heimsækja …
Kæra Jelena fjallar um fjögur ungmenni sem kvöld eitt heimsækja Jelenu, umsjónarkennara sinn, undir því yfirskini að samgleðjast henni á afmælisdegi hennar. Fljótlega kemur í ljós að tilgangurinn er allt annar. Ungmennin eru komin til að fá hjá henni lykil að skáp sem geymir prófaúrlausnir dagsins, því þau hyggjast skipta vanbúnum svörum sínum út með réttum lausnum. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

„Rúss­neska leik­skáldið Ljúdmíla Razu­movskaja skrifaði leik­ritið Kæra Jelena að beiðni mennta­mála­yf­ir­valda árið 1980. Í beiðninni fólst að hún ætti að skrifa um ung­menni í vanda. Razu­movskaja valdi að skrifa um fjög­ur ung­menni sem kvöld eitt heim­sækja Jelenu, um­sjón­ar­kenn­ara sinn, und­ir því yf­ir­skini að sam­gleðjast henni á af­mæl­is­degi henn­ar. Fljót­lega kem­ur í ljós að til­gang­ur­inn er allt ann­ar. Ung­menn­in eru kom­in til að fá hjá henni lyk­il að skáp sem geym­ir prófa­úr­lausn­ir dags­ins, því þau hyggj­ast skipta van­bún­um svör­um sín­um út með rétt­um lausn­um. Þau sjá svindlið sem einu leiðina til að tryggja sér betra braut­ar­gengi í harðri lífs­bar­átt­unni. Nem­end­urn­ir reyna fyrst að kaupa kenn­ara sinn með gjöf­um, því næst að höfða til sam­kennd­ar henn­ar, en þegar það bregst líka tek­ur of­beldið við með þeim af­leiðing­um að nær eng­in verða söm eft­ir,“ skrif­ar Silja Björk Huldu­dótt­ir í inn­gangi leik­dóms um Kæru Jelenu í upp­færslu Borg­ar­leik­húss­ins sem birt­ist í Morg­un­blaðinu um helg­ina. 

Í dómn­um er rifjað upp að leik­ritið hafi verið frum­sýnt í Tall­inn í Eistlandi 1981 og í fram­hald­inu sett upp í Sankti Pét­urs­borg 1982 og víðar í Sov­ét­ríkj­un­um við gríðarleg­ar vin­sæld­ir. „Ári síðar ákváðu stjórn­völd að banna verkið þar sem það þótti dul­in gagn­rýni á ríkj­andi stjórn­skipu­lag, en flest­öll leik­rit Razu­movskaju munu eiga þessa gagn­rýni sam­eig­in­lega. Bann­inu á Kæru Jelenu var ekki aflétt í heimalandi höf­und­ar fyrr en 1987 með um­bóta­stefnu Mík­haíls Gor­bat­sjov sem nefnd er perestrojka.

Kæra Jelena, sem rataði hingað á svið 1991 í eft­ir­minni­legri upp­færslu, mun vera vin­sæl­asta og mest leikna leik­rit Razu­movskaju. Vin­sæld­ir verks­ins koma ekki á óvart því það býr yfir sprengi­krafti, mögnuðum átök­um kyn­slóða um gild­is­mat, hug­rekki, hug­sjón­ir og siðferði sem snert­ir djúpt við áhorf­end­um. Í upp­færslu Borg­ar­leik­húss­ins í leik­stjórn Unn­ar Asp­ar Stef­áns­dótt­ur er far­in sú leið að færa verkið úr rit­un­ar­tíma sín­um og stað til óskil­greindra Vest­ur­landa nú­tím­ans með það að mark­miði að færa verkið nær ís­lensk­um áhorf­end­um. Með þess­ari færslu tap­ast hins veg­ar ákveðinn kjarni verks­ins. Í stað þess að ung­menn­in séu að ráðast að hug­mynda­fræði kenn­ara síns, sem trú­ir því sjálf að dygðugt líferni tryggi far­sæld í þjóðfé­lagi sem markað er af kúg­un og skorti og ung­menn­in eru af­sprengi af, virka þau frem­ur eins og heimtu­frek­ir krakk­ar á tím­um taum­lausr­ar neyslu­hyggju. Dæmi um þetta er þegar Lilja ber sam­an raun­veru­leik­ann sem hún þekk­ir, þreytt­ar kon­ur sem búa við skort og ferðast þess vegna með strætó, og kon­urn­ar sem hana dreym­ir um að til­heyra sem ferðast um í silf­ur­lit­um jepp­um og klæðast pels­um og gulli. Á tím­um lofts­lags­breyt­inga hafa sam­göngu­mát­arn­ir tveir sem hún nefn­ir hins veg­ar allt aðra sögn en þeir höfðu í Sov­ét­ríkj­un­um sál­ugu.

Litla sviðið hef­ur á umliðnum miss­er­um reynst afar gjöf­ult leik­rými, enda býður það upp á þann lúx­us að breyta megi upp­still­ing­unni með marg­vís­leg­um hætti til að þjóna efniviðnum sem best. Kæra Jelena ger­ist í einu rými nán­ast í raun­tíma og því var vel til fundið að sleppa hlé­inu. Leik­stjór­inn vel­ur að láta áhorf­end­ur sitja hring­inn í kring­um sviðið sem staðsett er í miðjunni, þó leik­ur­inn ber­ist stöku sinn­um aft­ur fyr­ir áhorf­end­ur. Þau upp­brot virkuðu hins veg­ar ekki vel inn­an hins natúralíska ramma verks­ins. Þannig var bein­lín­is sér­kenni­legt að ung­menn­in skyldu gagn­gert skilja eitt her­bergi eft­ir þegar þeir um­turna lít­illi íbúð Jelenu í leit að lykl­in­um mik­il­væga. Jafn­framt var óljóst hvað hindraði Jelenu í því að flýja af vett­vangi þegar út­göngu­leiðin var aug­ljós­lega greið.

Í leik­skránni kem­ur fram að mark­miðið með því að raða áhorf­end­um hring­inn í kring­um leik­rýmið hafi ann­ars veg­ar verið að skapa nánd og til­finn­ingu fyr­ir inni­lok­un og hins veg­ar að vísa í róm­verskt hring­leika­hús þar sem áhorf­end­ur verða nán­ast meðsek­ir þegar þeir verða vitni að hrika­legri at­b­urðarás­inni. Það sem vinnst með nánd­inni tap­ast aft­ur á móti í mjög erfiðum sjón­lín­um. Sú ákvörðun að staðsetja leik­inn í miðjunni kall­ar á að leik­ar­ar séu á sí­felldri hreyf­ingu til þess að áhorf­end­ur missi ekki af and­lit­stján­ingu þeirra og sam­leik, ekki síst í verki sem bygg­ist al­farið á dýna­mík­inni og valda­sam­spili per­són­anna. Í upp­færslu Borg­ar­leik­húss­ins eru heilu og hálfu sen­urn­ar hins veg­ar leikn­ar í mik­illi kyrr­stöðu sem þýðir að áhorf­end­ur sjá iðulega aðeins fram­an í hluta leik­ar­anna og baksvip hinna. Fyr­ir vikið glat­ast mik­il­væg­ur sam­leik­ur og þar með skiln­ing­ur áhorf­enda á því sem fram fer.

„Eitt lykilþema leikritsins er vilja- og siðferðisstyrkur persónanna. Það hefði …
„Eitt lyk­ilþema leik­rits­ins er vilja- og siðferðis­styrk­ur per­són­anna. Það hefði vafa­lítið þjónað verk­inu bet­ur ef áhorf­end­ur hefðu fyrr í upp­færsl­unni getað trúað því að ung­menn­in væru raun­veru­lega fær um að brjóta mót­stöðu Jelenu á bak aft­ur, því þá hefði styrk­ur henn­ar komið meira á óvart sem aft­ur hefði skapað dýna­mísk­ari spennu við enda­lok­in,“ seg­ir um Kæru Jelenu. Ljós­mynd/​Grím­ur Bjarna­son

Leik­mynd og bún­ing­ar Fil­ipp­íu I. Elís­dótt­ur þjóna vel þeirri til­færslu sem orðið hef­ur í tíma og rúmi. Íbúð Jelenu var lát­laus, en smekk­leg. Bún­ing­ar þjónuðu flest­um per­són­um vel, hvort held­ur voru felu­lit­ir Jelenu eða mjall­hvít­ir skór Valda sem und­ir­strikuðu vel ríki­dæmi hans. Eina und­an­tekn­ing­in birt­ist í klæðnaði Lilju sem stakk nokkuð í stúf. Þröngt leik­rýmið minnkaði til muna eft­ir hús­leit ung­menn­anna og greini­legt var að leik­ar­ar þurftu að gæta fóta sinna til að hrasa ekki um allt draslið á gólf­inu.

Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir fer með hlut­verk Jelenu, en í hlut­verk­um ung­menn­anna eru Aron Már Ólafs­son, Har­ald­ur Ari Stef­áns­son, Sig­urður Þór Óskars­son og Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir. Sig­urður Þór fór á kost­um sem ein­feldn­ing­ur­inn Vikt­or sem vill ekki gera flugu mein, en læt­ur samt svo auðveld­lega spila með sig og mun án vafa drekka sig frá öllu áður en langt um líður. Frá höf­und­ar­ins hendi er aug­ljóst að Vikt­ori er ætlað það hlut­verk að létta stemn­ing­una á lyk­il­stund­um og gerði Sig­urður Þór það með mikl­um ágæt­um.

Har­ald­ur Ari var sann­fær­andi í hlut­verki Pét­urs sem reyn­ir eft­ir fremsta megni að bera sig manna­lega og virðist næst­um skil­yrðis­laust til­bú­inn að hlýða skip­un­um þeirra sem taka sér valdið. Áhrifa­ríkt var að fylgj­ast með ang­ist hans þegar hon­um verður ljóst að hann neyðist til að velja milli þess að svíkja stúlk­una sem hann elsk­ar eða vin­inn sem hann hef­ur lagt allt sitt traust á. Þuríður Blær sem fer með hlut­verk Lilju hafði að vanda afar góða nær­veru. Henni tókst vel að sveifl­ast milli kaldra rök­semda sinna um hvað hún þyrfti að gera til að kom­ast af í þjóðfé­lagi sem skeyt­ir lítt um þá sem minna mega sín og þeirr­ar ör­vænt­ing­ar sem sú árás sem hún verður fyr­ir í íbúðinni fram­kall­ar.

Aron Már fer með hlut­verk Valda sem hef­ur sér­stöðu í hópi ung­menn­anna. Ólíkt hinum þrem­ur þarf hann ekki að svindla á próf­inu þar sem hann er í góðum mál­um og faðir hans þegar bú­inn að tryggja hon­um há­skóla­vist er­lend­is. Til að byrja með seg­ist hann aðeins taka þátt í heim­sókn­inni vegna samúðar með vin­um sín­um sem séu hæfi­leika­fólk sem ella verði und­ir í líf­inu. Fljót­lega kem­ur hins veg­ar í ljós að hann sér heim­sókn­ina sem kær­komna prófraun á eig­in vilja­styrk og stjórnkænsku. „Styrk­ur“ Valda í bar­áttu hans við Jelenu felst í því að hon­um er ekk­ert heil­agt og hann er reiðubú­inn að beita öll­um meðölum siðleys­ingj­ans, hvort held­ur er að ljúga í formi smjaðurs eða ráðskast með aðra í eig­in þágu í krafti óbilandi sjálfs­trausts. Skort­ur siðleys­ingj­ans á sam­visku og sam­kennd með öðrum ger­ir þá ein­mitt að sér­lega hættu­leg­um and­stæðing­um. Aron Már nýtti vel sak­leys­is­legt yf­ir­bragð sitt til að spila með aðrar per­són­ur verks­ins. Þröngt sviðsrýmið gerði hon­um hins veg­ar nokkuð erfitt fyr­ir, enda ótrú­verðugt að hægt væri að hvísl­ast á í svo miklu ná­vígi við Jelenu án þess að hún tæki eft­ir því og brygðist við. Sú ákvörðun að láta Valda verða von­svik­inn með vini sína og nán­ast reiðan und­ir lok verks virkaði sér­kenni­lega í ljósi þess að siðleys­ingj­an­um tókst ætl­un­ar­verk sitt full­kom­lega og var í raun aldrei í nein­um vafa um það hversu mikl­ir aum­ingj­ar „vin­ir“ hans væru.

„Titilpersóna leikritsins er sú persóna sem fer í lengsta ferðalagið …
„Titil­per­sóna leik­rits­ins er sú per­sóna sem fer í lengsta ferðalagið til­finn­inga­lega séð. Hún fer frá því að vera undr­andi og glöð yfir í al­gjört von­leysi og upp­gjöf með viðkomu í reiði, von­brigðum, hræðslu og van­trú. Hall­dóra náði mjög góðum tök­um á reiði Jelenu og for­dæm­ingu á fram­komu ung­menn­anna fjög­urra,“ seg­ir í leik­dómi um Kæru Jelenu. Ljós­mynd/​Grím­ur Bjarna­son

Titil­per­sóna leik­rits­ins er sú per­sóna sem fer í lengsta ferðalagið til­finn­inga­lega séð. Hún fer frá því að vera undr­andi og glöð yfir í al­gjört von­leysi og upp­gjöf með viðkomu í reiði, von­brigðum, hræðslu og van­trú. Hall­dóra náði mjög góðum tök­um á reiði Jelenu og for­dæm­ingu á fram­komu ung­menn­anna fjög­urra. Rýn­ir prís­ar sig sæla að hafa setið rétt­um meg­in í saln­um til að sjá fram­an í Hall­dóru þegar Jelena end­an­lega ger­ir sér grein fyr­ir að lífs­starf henn­ar hef­ur mistek­ist, því viðbrögð henn­ar voru óhuggu­lega áhrifa­rík. Hins veg­ar hefði þurft að huga bet­ur að valda­sam­spili Jelenu við nem­end­ur sína, ekki síst Valda. Í túlk­un Hall­dóru var Jelena frá fyrstu stundu alltof vör um sig gagn­vart nem­end­un­um og hafn­andi á góðvild þeirra líkt og hún grunaði þau um græsku, sem aft­ur gref­ur und­an hvörf­un­um sem í vænd­um eru. Til að skapa sem mesta spennu þurfa áhorf­end­ur helst að vera bún­ir að sjá í gegn­um ung­menn­in áður en kenn­ar­inn ger­ir það.

Eitt lyk­ilþema leik­rits­ins er vilja- og siðferðis­styrk­ur per­són­anna. Það hefði vafa­lítið þjónað verk­inu bet­ur ef áhorf­end­ur hefðu fyrr í upp­færsl­unni getað trúað því að ung­menn­in væru raun­veru­lega fær um að brjóta mót­stöðu Jelenu á bak aft­ur, því þá hefði styrk­ur henn­ar komið meira á óvart sem aft­ur hefði skapað dýna­mísk­ari spennu við enda­lok­in. Sú ákvörðun að bæta nýju niður­lagi við enda verks­ins tók um of fókus­inn frá þögl­um ör­lög­um titil­per­són­unn­ar.

Þrátt fyr­ir fram­an­greinda ann­marka er upp­færsla Borg­ar­leik­húss­ins á Kæru Jelenu­áhuga­verð og vel þess virði að sjá. Hér er á ferðinni ein­stak­lega gott leik­rit sem rann­sak­ar lyk­il­spurn­ing­ar á borð við hvort og hvenær við höf­um efni á góðvild og hvort mann­eskj­an geti lifað af sé hún rænd hug­sjón­um sín­um,“ seg­ir í niður­lagi leik­dóms­ins sem birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu laug­ar­dag­inn 27. apríl. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Hreyfing og fjölbreytni hjálpa til við að halda huga og líkama virkum. Ekki festa þig í vana í dag. Prófaðu eitthvað nýtt, jafnvel þó það sé lítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Hreyfing og fjölbreytni hjálpa til við að halda huga og líkama virkum. Ekki festa þig í vana í dag. Prófaðu eitthvað nýtt, jafnvel þó það sé lítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir