„Óásættanlegar styttingar“

Kanadíski kvikmyndaframleiðandinn og eiginmaður Elton John, David Furnish, við frumsýningu …
Kanadíski kvikmyndaframleiðandinn og eiginmaður Elton John, David Furnish, við frumsýningu á myndinni Rocketman í London. AFP

Breski tón­list­armaður­inn Elt­on John gagn­rýn­ir harðlega að Rúss­ar hafi klippt all­ar kyn­lífs­sen­ur sam­kyn­hneigðra úr kvik­mynd um ævi hans, Rocketman, og seg­ir stytt­ing­arn­ar óá­sætt­an­leg­ar.

Kvik­mynda­gagn­rýn­end­ur sem voru viðstadd­ir for­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar í gær­kvöldi segja að dreif­ing­araðili mynd­ar­inn­ar í Rússlandi hafi klippt út nokk­ur atriði í mynd­inni vegna þess að þau brytu gegn rúss­nesk­um lög­um.

AFP

Í sam­eig­in­legri frétta­til­kynn­ingu frá fram­leiðend­um mynd­ar­inn­ar og stór­stjörn­unn­ar kem­ur fram að þeir hafi ekki haft hug­mynd um þetta fyrr en í gær. Þeir mót­mæli þessu harðlega. Það að dreif­ing­araðil­inn telji nauðsyn­legt að rit­skoða ákveðin atriði í mynd­inni og þar með koma í veg fyr­ir að áhorf­end­ur fái það tæki­færi að sjá mynd­ina í heild séu sorg­leg viðbrögð í sundruðum heim sem við búum í og sýni á grimmi­leg­an hátt hvernig ást tveggja ein­stak­linga er ekki samþykkt.

Rúss­nesk yf­ir­völd hafa harka­lega lög­gjöf þegar kem­ur að sam­kyn­hneigðum og mann­rétt­ind­um LGBT-fólks. 

Kvik­mynda­gagn­rýn­and­inn Ant­on Dol­in seg­ir að allt sem teng­ist koss­um og kyn­lífi hafi verið klippt út og að klipp­ing­arn­ar hafi verið svo gróf­ar að þær voru aug­ljós­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga góða vini svo leggðu þig fram um að halda þeim. Farðu þér hægt, því þá eru líkur til þess að þér takist ætlunarverkið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga góða vini svo leggðu þig fram um að halda þeim. Farðu þér hægt, því þá eru líkur til þess að þér takist ætlunarverkið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf