Anderson greinir frá heimilisofbeldi

Adil Rami ásamt Pamelu Andersson.
Adil Rami ásamt Pamelu Andersson. AFP

Leikkonan Pamela Anderson sakar franska fótboltamanninn Adil Rami um að hafa beitt hana ofbeldi í nýjustu færslu sinni á Instagram. Anderson og Rami eru búin að vera í sambandi í yfir tvö ár, en Anderson hefur slitið sambandinu. Rami er leikmaður franska landsliðsins og leikur einnig með franska liðinu Marseille.

Í færslunni segir hún frá því að hann hafi lifað tvöföldu lífi allt samband þeirra og segir frá því að hann hafi beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún merkti símaþjónustu sem tekur við ábendingum um heimilisofbeldi í Bandaríkjunum í færsluna. 

„Síðustu (meira en) tvö ár lífs míns hafa verið stór lygi. Ég var plötuð og látin trúa því að við værum ástfangin. Ég er miður mín að uppgötva á síðustu dögum að hann var að lifa tvöföldu lífi. Hann grínaðist með aðra leikmenn sem áttu kærustur í íbúð neðar í sömu götu og eiginkonu þeirra búa. Hann kallaði þessa menn skrímsli? En það sem er verst. Hann laug að öllum. Hvernig er það mögulegt að stjórna hugum og hjörtum tveggja kvenna svona? Ég er viss um að það voru fleiri. Hann er skrímslið. Hvernig gat ég hjálpað svona mörgum en var ekki nógu klár eða gat ekki hjálpað sjálfri mér“ skrifar Anderson á Instagram. 

Anderson og Rami voru í sambandi í yfir 2 ár.
Anderson og Rami voru í sambandi í yfir 2 ár. AFP

Anderson heldur áfram í athugasemdum undir myndinni og segir frá því að hún hafi rætt við fyrrverandi kærustu fótboltamannsins, Sidonie Biémont, en þau eiga tvíbura saman. Biémont hafði sömu sögu að segja og Anderson. 

Hún segir einnig að hún hafi reynt að yfirgefa hann 10 sinnum á þeim tveimur árum sem þau voru saman en hann hafi alltaf elt hana. Hún lýsir því hvernig hann leyfði henni aldrei að fara neitt án hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir