Klikkaðar kynlífssögur: Umskurðurinn breytti öllu

Sif Baldursdóttir og Embla Huld eru konurnar á bak við …
Sif Baldursdóttir og Embla Huld eru konurnar á bak við hlaðvarpið Klikkaðar kynlífssögur.

Í fimm ár átti Bjarni Magnús Erlendsson einstaklega erfitt að fá fullnægingu með elskhuga. Hann kunni lagið á sjálfum sér en einhvern veginn, þegar hann svaf hjá konum, var kynlífið ekki fullnægjandi og jafnvel sársaukafullt. Það var ekki fyrr en hann eignaðist vin sem talaði opinskátt um eigin vandræði í þessum efnum að Bjarni fann lausn sinna mála. Hann leitaði til þvagfæraskurðlæknis og sá var ekki lengi að greina vandann.

„Ég vippaði mér upp á bekkinn með buxurnar á hælunum og hann fór í hanska, tók um typpið á mér, bara rétt svo kippti niður forhúðinni á mér og [sagði]: „Aah, það þarf að klippa þetta af!”.”

Bjarni var með forhúðarþrengingu. Það þýðir að ekki var hægt að draga forhúðina á lim hans niður fyrir kónginn nema með herkjum.

Forhúðarþrenging er algengara vandamál en margan myndi gruna en aðgerðir þar sem klippt er á forhúðina eða hún tekin með öllu geta bætt lífsgæði karlmanna til muna. Það var í það minnsta raunin fyrir Bjarna sem sagði þeim Sif Baldursdóttir og Emblu Huld frá upplifun sinni af kynlífi fyrir og eftir umskurð í fyrsta þætti hlaðvarpsins Klikkaðar kynlífssögur. Í þættinum lýsti hann einnig aðgerðinni sjálfri.

„Þetta verður vont”

Upprunalega stóð til að Bjarni yrði svæfður, en á endanum fór þó svo að staðdeyfing var látin duga. Bjarni var því vakandi á meðan aðgerðin var framkvæmd.

„Ég sem sagt labba inn á skurðstofu og lagðist niður í rúm, [hjúkrunarfræðingurinn] sótthreinsaði [typpið] og lagði svona pappírs lak yfir mig með ferköntuðu gati sem fór yfir typpið á mér,” lýsir Bjarni. Því næst kom læknirinn inn með með stærðarinnar sprautunál.

„Svo tekur hann nálina og fer aðeins hægra megin við typpið, og segir: „Andaðu nú inn, þetta verður vont.””

Læknirinn hafði lög að mæla að sögn Bjarna, þetta var svo sannarlega vont og var heldur ekki búið því það næsta sem læknirinn sagði var „Og þetta verður ennþá verra,” áður en hann ýtti nálinni alla leið inn.

„Svo tók hann hana út, og ég hugsaði „Sjitt – þetta var „intense”,” en svo [sagði læknirinn] „Já – þá er það hinumegin!”

Bjarni segist hafa búist við því allan tímann að komið yrði með einhverskonar skilrúm en svo var ekki. Hann gat í raun fylgst með aðgerðinni ef hann vildi. Hann hafði þó lítinn áhuga á því.

„Versti parturinn – verra en deyfingin – var að heyra í skærunum.”

Bjarni sagði sögu sína í heild, þar á meðal frá fyrsta skiptinu eftir umskurð sem hægt er að hlaða niður í öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

HÉR er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpinu Klikkaðar kynlífssögur í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir