Aniston hló að brandara Pitt

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston hló að brandara fyrrverandi eiginmanns síns, Brad Pitt, á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í nótt. 

Pitt kitlaði hláturtaugar fræga fólksins þegar hann gerði grín að kvennamálum sínum, en Pitt kom án konu á verðlaunahátíðina. „Mig langaði að bjóða mömmu minni með en ég gat það ekki af því að fjölmiðlar segja alltaf að sú kona sem stendur við hliðina á mér sé kærastan mín. Og það hefði bara verið vandræðalegt,“ sagði Pitt. 

Um leið og Pitt hafði sleppt orðinu beindust myndavélarnar að Aniston sem sást hlæja á meðal annarra gesta. 

Bæði voru þau tilnefnd til verðlauna á hátíðinni. Pitt fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Once Upon a Time... In Hollywood, sem hann vann, og Aniston fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Morning Show.

Pitt og Aniston hafa orðið ágætisvinir á síðustu misserum og bauð hún honum í jólapartý sem hún hélt í desember.
Brad Pitt hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í Once Upon …
Brad Pitt hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í Once Upon a Time... In Hollywood. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir