Pitt og Aniston innileg á verðlaunahátíð

Jennifer Aniston og Brad Pitt voru glöð þegar þau hittust …
Jennifer Aniston og Brad Pitt voru glöð þegar þau hittust baksviðs. AFP

Ein fræg­ustu fyrr­ver­andi hjón í Hollywood voru mynduð sam­an á Screen Actors Guild-verðlauna­hátíðinni sem fram fór í Los Ang­eles í nótt. Hjón­in fyrr­ver­andi unnu bæði til verðlauna og náðu að óska hvort öðru til ham­ingju með sig­ur­inn baksviðs. 

Hjón­in fyrr­ver­andi giftu sig árið 2000 en skildu árið 2005. Fljót­lega eft­ir það byrjaði Pitt op­in­ber­lega með Ang­el­inu Jolie. Jolie og Pitt sögðu skilið við hvort annað árið 2016. Árið 2018 skildi Jenni­fer Anist­on við eig­in­mann sinn, leik­ar­ann Just­in Theroux. Eru þau bæði ein­hleyp um þess­ar mund­ir og hef­ur Anist­on boðið Pitt í veisl­ur til sín að und­an­förnu.

Aðdá­end­ur leik­ar­anna hafa von­ast til þess að þau falli aft­ur fyr­ir hvort öðru. Mynd­ir segja meira en þúsund orð og hvort sem Anist­on og Pitt finni ást­ina aft­ur eða ekki hafa þau að minnsta kosti fundið vinátt­una aft­ur. Ljós­mynd­ari AFP-frétta­stof­unn­ar myndaði þau Pitt og Anist­on þegar þau voru við það að faðma hvort annað sem og þegar Anist­on snerti bringu Pitt og hann hélt enn í hönd henn­ar. 

Hér má sjá Brad Pitt halda í Jennifer Aniston.
Hér má sjá Brad Pitt halda í Jenni­fer Anist­on. AFP

Pitt er mjög meðvitaður um áhug­ann sem fólk hef­ur á einka­lífi hans og ger­ir óspart grín að því. „Ég verð að bæta þessu við Tind­er-síðuna mína,“ sagði Pitt þegar hann tók við verðlaun­um fyr­ir leik sinn í mynd­inni Once Upon a Time in … Hollywood. 

Pitt fór baksviðs eft­ir að hann tók við verðlaun­un­um en er sagður hafa stoppað allt til þess að horfa á ræðu Anist­on eins og sést á mynd­skeiðinu hér að neðan. Anist­on vann verðlaun fyr­ir hlut­verk sitt í sjón­varpsþátt­un­um The Morn­ing Show. 

Hér fyr­ir neðan sést hvernig Pitt stoppaði til að horfa á ræðu fyrr­ver­andi eig­in­konu sinn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér er mikið niðri fyrir og þarft nauðsynlega að fá útrás fyrir tilfinningar þínar. Taktu frá nokkra klukkutíma og legðu á ráðin, þannig nærðu árangri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elías­dótt­ir
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér er mikið niðri fyrir og þarft nauðsynlega að fá útrás fyrir tilfinningar þínar. Taktu frá nokkra klukkutíma og legðu á ráðin, þannig nærðu árangri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elías­dótt­ir
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir