Skipulagði Cox endurfundi Aniston og Pitt?

Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004.
Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004. AFP

Leikkonan Courteney Cox hefur verið manneskjan á bak við tjöldin í endurfundum fyrrverandi hjónanna Jennifer Aniston og Brad Pitt. 

Cox og Aniston eru mjög nánar vinkonur og hafa verið það í 25 ár, allt frá því þær léku saman í Friends. Aniston og Pitt voru gift á árunum 2000-2005 en hafa átt vingott síðustu ár. Hún bauð honum í afmælið sitt á síðasta ári sem og í jólapartý í desember. Faðmlag þeirra á SAG-verðlaunahátíðinni fyrir stuttu vakti svo gríðarlega athygli og hafa margir beðið til Guðs að þau takið upp þráðinn 15 árum eftir skilnaðinn. 

Sögulegt faðmlag að mati sumra.
Sögulegt faðmlag að mati sumra. AFP

Samkvæmt heimildarmanni The Sun hefur Cox unnið að því að Aniston og Pitt yrðu vinir aftur á bak við tjöldin. „Enginn þekkir Jen betur en Courteney. Þær tvær hafa staðið saman í gegnum þykkt og þunnt og passa upp á hvor aðra,“ sagði heimildarmaðurinn.

Samkvæmt honum hittust Cox og Pitt á viðburði í janúar 2017. Þau hafi spjallað saman og Cox sagt honum að það sem Aniston saknaði væri að eiga Pitt sem vin. Að lokum gaf Cox honum símanúmerið hennar Aniston og síðan þá hafa þau verið í sambandi af og til. 

Cox virðist hafa verið gríðarlega ánægð með innileg samskipti Pitt og Aniston á SAG-verðlaunahátíðinni en hún smellti á „like“-hnappinn á ansi mörgum athugasemdum og tístum á samfélagsmiðlum þar sem aðdáendur óskuðu þess að fyrrverandi parið byrjaði aftur saman.

Hefur Courteney Cox unnið að þessu síðustu árin?
Hefur Courteney Cox unnið að þessu síðustu árin? AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir