„Nær að hitta fólk alveg í hjartastað“

Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, segir að …
Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, segir að það sé eitthvað virkilega ferskt við tónlist Hildar, sem hitti fólk í hjartastað. mbl.is/Samsett mynd

„Ég held að þetta hljóti að hafa áhrif til góðs og setja fókus á ís­lenska menn­ingu. Það er enn og aft­ur tónlist sem ber flaggið fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Bragi Valdi­mar Skúla­son, formaður Fé­lags tón­skálda og texta­höf­unda, um Óskar­sverðlaun­in sem Hild­ur Guðna­dótt­ir tón­skáld hreppti í nótt. 

„Þetta er nátt­úru­lega ótrú­leg sig­ur­ganga. Hún er bara að upp­skera eins og hún sáði fyr­ir tvö ólík verk­efni í raun og veru svo þetta er al­veg al­gjör­lega magnað,“ seg­ir Bragi. 

Hild­ur vann Óskar­inn fyr­ir tónlist sína í Jókern­um en áður hafði hún hlotið Gold­en Globe-verðlaun­in, Bafta-verðlaun­in og fleiri verðlaun vegna tón­list­ar­inn­ar í Jókern­um. Í fyrra hlaut hún svo fjölda verðlauna fyr­ir tónlist sína í þáttaröðinni Cherno­byl. Þótt tónlist Hild­ar í Cherno­byl hafi verið ólík tónlist henn­ar í Jókern­um seg­ir Bragi að í báðum til­fell­um hafi höf­und­ar­ein­kenni Hild­ar heyrst vel. 

Sál­in í tónlist Hild­ar sér­stök

Spurður hvað sé svo sér­stakt við tón­smíðar Hild­ar seg­ir Bragi: „Það er sál­in í þessu. Hún er að nota dórofón og alls kon­ar til­rauna­kennt sem hún nær ein­hvern veg­inn að beisla inn í kvik­mynda­tón­list­ina. Ég held að aðferðafræði og frum­leg nálg­un á tón­list­ina sé líka stórt stef hjá henni. Hún nær ein­hvern veg­inn að beisla sköp­un­ar­kraft­inn inn í þessi verk­efni.

Bragi seg­ir að tónlist Hild­ar nái til fólks á sér­stak­an hátt. 

„Það er eitt­hvað virki­lega ferskt við þetta sem nær að hitta fólk al­veg í hjart­astað. Nálg­un­in fer ein­hvern veg­inn al­gjör­lega inn í verkið og hún gef­ur sig alla í þau. Það er greini­lega að skila sér því nú er hún orðin heims­meist­ari.“

„Rosa­leg­ur inn­blást­ur fyr­ir yngri kyn­slóðir“

Spurður hvort sig­ur­ganga Hild­ar muni hafa áhrif á áhuga Íslend­inga á tón­smíðum seg­ir Bragi:

„Áhugi á tónlist kvikn­ar þarna og sum­ir velta því fyr­ir sér hver þetta sé og hvað hún sé að gera og fara að leggja sig fram við að hlusta á tón­list­ina henn­ar. Allt svona hef­ur áhrif á yngri kyn­slóðir, ég tala ekki um áhrif á stelp­ur. Ef maður skoðar töl­urn­ar yfir sigra kven­fólks á þess­um blessuðu hátíðum þá eru þeir ekk­ert sér­stak­lega marg­ir svo þetta er nátt­úru­lega rosa­leg­ur inn­blást­ur fyr­ir yngri kyn­slóðir að þetta sé hægt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert einsog heitur teketill sem er rétt við að fara að ýla af ánægju. Virðuleg framkoma segir meira um þig en vel sögð saga af dyggðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert einsog heitur teketill sem er rétt við að fara að ýla af ánægju. Virðuleg framkoma segir meira um þig en vel sögð saga af dyggðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar