Óskarsverðlaun Parasite upphaf nýrra tíma

Fólkið á bak við Parasite fagnar Óskarsverðlaununum.
Fólkið á bak við Parasite fagnar Óskarsverðlaununum. AFP

Óskar­sverðlaun­in, sem svört kó­medía suðurkór­eska leik­stjór­ans Bong Joon-ho, Paras­ite, hlaut um síðustu helgi, hafa brotið 92 ára gam­alt glerþak og um leið rutt leiðina fyr­ir suðurkór­esk­ar og aðrar mynd­ir með öðru tungu­máli en ensku inn á alþjóðlega sviðið.

Paras­ite fjall­ar um fá­tæka fjöl­skyldu frá Suður-Kór­eu sem nær að lauma sér lúmskt inn í fjöl­skyldu- og heim­il­is­líf auðugr­ar fjöl­skyldu. Mynd­in vann fern Óskarverðlaun og varð sú fyrsta með öðru tungu­máli en ensku sem var kjör­in besta mynd­in síðan Óskar­inn var fyrst af­hent­ur árið 1929.

„Leik­stjór­inn Bong breytti ekki bara suðurkór­eskri menn­ing­ar­sögu held­ur breytti hann sögu Hollywood,“ sagði í rit­stjórn­ar­grein suðurkór­eska dag­blaðsins Chos­un Ilbo. Aka­demí­an hef­ur verið „með kvik­mynd­ir á ensku gerðar af hvítu fólki á heil­an­um“ og þess vegna var erfiðara „fyr­ir kór­eska mann­eskju að vinna Óskar­inn með kór­eska mynd held­ur en að fá Nó­bels­verðlaun­in fyr­ir bók­mennt­ir,“ sagði í grein­inni.

Bong Joon-ho, leikstjóri Parasite.
Bong Joon-ho, leik­stjóri Paras­ite. AFP

Gina Kim, pró­fess­or við há­skól­ann UCLA og kvik­mynda­gerðarmaður frá Suður-Kór­eu, sagði að verðlaun­in sem Paras­ite hlaut aðfaranótt mánu­dags „marki nýja tíma“ og skapi „gríðarlega mikla mögu­leika“ fyr­ir er­lend­ar kvik­mynd­ir í Banda­ríkj­un­um.

Hollywood „ber áfram höfuð og herðar yfir kvik­myndaiðnaðinn í heim­in­um“ og „hef­ur verið al­ræmt fyr­ir að leyfa ekki kvik­mynd­um með er­lendu tungu­máli að stíga inn á sitt umráðasvæði. Vel­gengni Paras­ite er að breyta því“.

„Ég held að sá dag­ur muni koma þegar það skipt­ir ekki máli hvort kvik­mynd er með er­lendu tungu­máli eða ekki og það að mynd með er­lendu tungu­máli vinni þessi verðlaun verður von­andi ekki eins stórt mál,“ sagði hann.

End­ur­reisn á tí­unda ára­tugn­um 

Þessi sögu­legi sig­ur Paras­ite kem­ur ári eft­ir að ald­araf­mæli suðurkór­eskr­ar kvik­mynda­gerðar var fagnað 2019. Kvik­myndaiðnaður­inn í land­inu er sá fimmti stærsti í heim­in­um og hef­ur vakið sí­fellt meiri at­hygli á kvik­mynda­hátíðum á síðustu árum og ára­tug­um.

Árið 2004 vann spennu­mynd Park Chan-wook, Old­boy, Gullpálm­ann á Cann­es-hátíðinni og árið 2012 vann dramað Pieta eft­ir Kim Ki-duk Gullna ljónið í Fen­eyj­um.

Suðurkór­esk­ir leik­stjór­ar hafa þegar hafið inn­reið sína í Hollywood. Sál­fræðitryll­ir­inn Stoker í leik­stjórn Park með Nicole Kidm­an og Mia Wasi­kowska í aðal­hlut­verk­um kom út 2013 og Bong sendi frá sér sína fyrstu ensku­mæl­andi mynd sama ár, has­ar­mynd­ina Snowpiercer með Tilda Sw­int­on og Ed Harris í helstu hlut­verk­um.

Handritshöfundur Parasite, Han Jin-won, ásamt leikstjóranum Bong Joon-ho.
Hand­rits­höf­und­ur Paras­ite, Han Jin-won, ásamt leik­stjór­an­um Bong Joon-ho. AFP

Í ná­granna­rík­inu Kína eru kvik­mynd­ir og annað skap­andi efni rit­skoðað með reglu­bundn­um hætti. Suðurkór­esk­ar menn­ing­ar­af­urðir hafa átt auðveld­ara um vik. Á alþjóðavísu hafa  Kór­eupoppið (K-pop) og stráka­bandið BTS til að mynda notið mik­illa vin­sælda. 

End­ur­reisn suðurkór­eskr­ar kvik­mynda­gerðar varð á tí­unda ára­tugn­um með lýðræðis­um­bót­um eft­ir ára­tuga her­stjórn. Árið 2007 sagði fyrr­ver­andi for­seti lands­ins, hinn vinst­ris­innaði Kim Dae-jung, við emb­ætt­is­menn sína: „Útvegið lista­mönn­um fjár­hags­leg­an stuðning en skiptið ykk­ur aldrei af því hvað þeir gera. Um leið og stjórn­völd skipta sér af þá verður skap­andi iðnaður­inn gjaldþrota.“

Þrátt fyr­ir þetta voru þúsund­ir lista­manna, þar á meðal leik­stjór­arn­ir Bong og Park, sett­ir á svart­an lista af rík­is­stjórn íhalds­manna und­ir stjórn Park Geun-hye, sem var síðar felld­ur af stóli eft­ir mót­mæli á göt­um úti vegna ásak­ana um spill­ingu og fyr­ir að mis­nota valda­stöðu sína.

Að sögn Ja­son Bechervaise, pró­fess­ors við há­skól­ann Kore Soongsil Cy­ber, eru Óskar­sverðlaun­in sem Bong hlaut fyr­ir Paras­ite „mik­il­vægt tæki­færi fyr­ir kór­esk­an kvik­myndaiðnað til að sína fram á þá miklu hæfi­leika sem hafa verið að blómstra í ára­tugi“.

„Eins og í öðrum iðnaði eru vanda­mál­in til staðar en mig grun­ar að ná­grann­ar þeirra verði frek­ar öf­und­sjúk­ir.“

Alþjóðleg­ur arm­ur kín­versku rík­is­sjón­varps­stöðvar­inn­ar CCTV notaði fjöl­miðil­inn Twitter sem er bannaður í heima­land­inu til að tísta eft­ir Óskar­sverðlaun­in: „Óskar­inn er bú­inn – Núna er tími kom­inn til að kanna það besta sem kín­versk­ur kvik­myndaiðnaður hef­ur upp á að bjóða.“ 

Óskarnum fagnaði uppi á sviði.
Óskarn­um fagnaði uppi á sviði. AFP

Fólk af asísk­um upp­runa him­in­lif­andi

Fólk af asísk­um upp­runa sem býr í Norður-Am­er­íku, þar á meðal kór­esk-banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Min Jin Lee og Hollywood-leik­kon­an Sandra Oh, hef­ur aft­ur á móti fagnað sigri Paras­ite inni­lega.  

Þrátt fyr­ir gott gengi róm­an­tísku asísku gam­an­mynd­ar­inn­ar Crazy Rich Asi­ans er fólk af asísk­um upp­runa enn lítt áber­andi í Norður-Am­er­íku, að sögn fé­lags­fræðings­ins Michael Hurt við há­skól­ann í Seúl. Sig­ur Bong var „óvænt skref fram á við“ fyr­ir asískt fólk, sagði hann en bætti við að mörg­um líði þó enn eins og þeir séu ósýni­leg­ir í heims­álf­unni.

Kier­an Meyn, sem er kór­esk-banda­rísk­ur og ólst upp í út­hverfi Conn­ecticut þar sem hann var und­ir mikl­um þrýst­ingi um að aðlag­ast um­hverf­inu, sagði að þakk­arræða Bong á Óskarn­um hafi verið ógleym­an­leg.

„Það voru marg­ir dag­ar þar sem maður fór í skól­ann og all­ir krakk­arn­ir kölluðu mig alls kon­ar nöfn­um og gerðu aug­un sín ská­sett,“ sagði hann við AFP.

„Það að Paras­ite hafi unnið þessi verðlaun, þrátt fyr­ir að segja kór­eska sögu með kór­esk­um leik­ur­um og tök­uliði og þrátt fyr­ir að vera á kór­esku, sýn­ir að þetta get­ur líka gerst hérna í Am­er­íku,“ bætti hann við með von um betri tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú munt eiga samræður við einhvern sem varpa munu ljósi á málefni sem þú hafðir ekki hugsað um áður. Niðurstaðan sem þú bíður verður þér í hag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú munt eiga samræður við einhvern sem varpa munu ljósi á málefni sem þú hafðir ekki hugsað um áður. Niðurstaðan sem þú bíður verður þér í hag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver