Pitt og Aniston töluðu lítið saman

Brad Pitt og Jennifer Aniston voru innileg á Screen Actors …
Brad Pitt og Jennifer Aniston voru innileg á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni í janúar. AFP

Fyrr­ver­andi leik­ara­hjón­in Brad Pitt og Jenni­fer Anist­on mættu bæði í ár­lega Óskarverðlauna­veislu umboðsmanns­ins Guy Ose­ary aðfaranótt mánu­dags. Pitt og Anist­on hafa verið dug­leg að mæta á sömu viðburðina og í sömu veisl­urn­ar að und­an­förnu. Þrátt fyr­ir að marg­ir voni að það þýði að þau byrji sam­an aft­ur virðist enn vera eitt­hvað í land.  

Sjón­ar­vott­ar Page Six segja að Anist­on hafi óskað Pitt til ham­ingju með Óskar­sverðlaun­in sem hann vann fyrr um kvöldið. Þau voru þó ekki mikið sam­an í veisl­unni. 

Pitt og Anist­on voru ekki einu stór­stjörn­urn­ar í veisl­unni. Of­urp­arið Jenni­fer Lopez og Alex Rodrigu­ez skemmtu sér á dans­gólf­inu. Stofn­andi Amazon Jeff Bezos og kær­asta hans Lauren Sanchez létu sjá sig. Leik­ar­arn­ir Courteney Cox, Laura Dern, Adam Sandler og Renée Zellwe­ger voru einnig meðal gesta í stjörnuprýddri veisl­unni. 

Courteney Cox, Amanda Anka og Jennifer Aniston í Óskarsverðlaunaveislu Netflix.
Courteney Cox, Am­anda Anka og Jenni­fer Anist­on í Óskar­sverðlauna­veislu Net­flix. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Láttu ekkert tækifæri ónotað til þess að tjá þig. Langar þig til þess að segja ástvini hvaða hug þú berð til hans? Þú ert mælskari en oft áður núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Maria Fallström
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Láttu ekkert tækifæri ónotað til þess að tjá þig. Langar þig til þess að segja ástvini hvaða hug þú berð til hans? Þú ert mælskari en oft áður núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Maria Fallström
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir