Sigurganga Hildar á sér ekki fordæmi

Samkvæmt Variety er sá tónlistarhöfundur sem næst kemst Hildi í …
Samkvæmt Variety er sá tónlistarhöfundur sem næst kemst Hildi í árangri Michael Giacchino. AFP

Sig­ur­ganga Hild­ar Guðna­dótt­ur, sem hef­ur sópað að sér stærstu verðlaun­um sjón­varps- og kvik­myndaiðnaðar­ins und­an­farna mánuði, á sér eng­in for­dæmi.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un Variety um Hildi og Óskar­sverðlaun­in sem hún hlaut á sunnu­dags­kvöld, en þau voru sjö­undu verðlaun henn­ar á rétt rúm­lega fimm mánaða tíma­bili.

Hild­ur byrjaði á að vinna til Emmy-verðlauna fyr­ir tónlist sína í sjón­varpsþátt­un­um Cherno­byl 15. sept­em­ber síðastliðinn. Næstu verðlaun hlaut hún á Gold­en Globe fyr­ir tón­list­ina í kvik­mynd­inni Joker 5. janú­ar, tveim­ur dög­um síðar hlaut hún veðlaun Sam­taka tón­skálda og texta­höf­unda í Los Ang­eles fyr­ir tón­list­ina í sömu kvik­mynd og 12. janú­ar hlaut hún Gagn­rýn­enda­verðlaun­in. Hinn 26. janú­ar hlaut hún svo Grammy-verðlaun fyr­ir tón­list­ina í Cherno­byl og 2. fe­brú­ar voru það BAFTA-verðlaun­in fyr­ir Jóker­inn. Loks voru það svo Óskar­sverðlaun­in fyr­ir Jóker­inn um helg­ina.

Sam­kvæmt Variety er sá tón­list­ar­höf­und­ur sem næst kemst Hildi í ár­angri Michael Giacchino, en hann hlaut Óskar­sverðlaun, Grammy-verðlaun, BAFTA-verðlaun og Gagn­rýn­enda­verðlaun­in fyr­ir tón­list­ina í teikni­mynd­inni Up árið 2010. Hann stát­ar einnig af Emmy-verðlaun­um, en þau hlaut hann hins veg­ar sex árum áður fyr­ir tón­list­ina í sjón­varpsþátt­un­um Lost.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er oft betra að geyma hlutina hjá sér um stund heldur en að deila þeim strax með öðrum. Flýttu þér að leysa vandamál áður en þau hafa áhrif á afköst þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Maria Fallström
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er oft betra að geyma hlutina hjá sér um stund heldur en að deila þeim strax með öðrum. Flýttu þér að leysa vandamál áður en þau hafa áhrif á afköst þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Maria Fallström