Sigurganga Hildar á sér ekki fordæmi

Samkvæmt Variety er sá tónlistarhöfundur sem næst kemst Hildi í …
Samkvæmt Variety er sá tónlistarhöfundur sem næst kemst Hildi í árangri Michael Giacchino. AFP

Sigurganga Hildar Guðnadóttur, sem hefur sópað að sér stærstu verðlaunum sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins undanfarna mánuði, á sér engin fordæmi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Variety um Hildi og Óskarsverðlaunin sem hún hlaut á sunnudagskvöld, en þau voru sjöundu verðlaun hennar á rétt rúmlega fimm mánaða tímabili.

Hildur byrjaði á að vinna til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl 15. september síðastliðinn. Næstu verðlaun hlaut hún á Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker 5. janúar, tveimur dögum síðar hlaut hún veðlaun Sam­taka tón­skálda og texta­höf­unda í Los Ang­eles fyrir tónlistina í sömu kvikmynd og 12. janúar hlaut hún Gagnrýnendaverðlaunin. Hinn 26. janúar hlaut hún svo Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl og 2. febrúar voru það BAFTA-verðlaunin fyrir Jókerinn. Loks voru það svo Óskarsverðlaunin fyrir Jókerinn um helgina.

Samkvæmt Variety er sá tónlistarhöfundur sem næst kemst Hildi í árangri Michael Giacchino, en hann hlaut Óskarsverðlaun, Grammy-verðlaun, BAFTA-verðlaun og Gagnrýnendaverðlaunin fyrir tónlistina í teiknimyndinni Up árið 2010. Hann státar einnig af Emmy-verðlaunum, en þau hlaut hann hins vegar sex árum áður fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Lost.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover