„Ég hef reynt og ég held áfram að reyna“

Natalie Portman reyndi að svara fyrir sig.
Natalie Portman reyndi að svara fyrir sig. AFP

Leik­kon­an Na­talie Portman svaraði leik­kon­unni Rose McGow­an eft­ir að sú síðar­nefnda sakaði Portman um að vera hræsn­ara fyr­ir að vekja at­hygli á bágri stöðu kven­leik­stjóra á Óskarverðlauna­hátíðinni. Í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef Variety seg­ist Portman reyna að veita kon­um fram­gang þrátt fyr­ir ekki alltaf tak­ist til. 

„Ég er sam­mála frök­en McGow­an að það sé óná­kvæmt að kalla mig „hug­rakka“ fyr­ir að klæðast flík með nöfn­um kvenna á,“ sagði Portman og sagði kon­ur sem væru að bera vitni gegn fram­leiðand­an­um Har­vey Wein­stein frek­ar hug­rakk­ar. 

Portman var þó ekki bara sam­mála McGow­an í svari sínu. Reyndi hún að út­skýra af hverju hún hefði ekki unnið með fleiri kon­um. McGown benti á þá staðreynd að Portman ætti sitt eigið fram­leiðslu­fyr­ir­tæki. Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið hef­ur alltaf ráðið karla til þess að leik­stýra kvik­mynd­um sín­um – nema í þeim til­fell­um þar sem Portman hef­ur sjálf leik­stýrt. 

„Það er rétt að ég hef aðeins gert nokkr­ar mynd­ir með kon­um. Á mín­um langa ferli hef ég aðeins haft tæki­færi til að vinna með kven­leik­stjór­um nokkr­um sinn­um. Ég hef gert stutt­mynd­ir, aug­lýs­ing­ar, tón­list­ar­mynd­bönd og mynd­ir með Maryu Cohen, Miru Nair, Re­beccu Zlotowski, Önnu Rose Hol­mer, Sofiu Coppola, Shir­in Nes­hat og sjálfri mér. Því miður eru ógerðu mynd­irn­ar sem ég hef reynt að gera drauga­saga,“ sagði Portman. 

Rose McGowan gagnrýndi Natalie Portman.
Rose McGow­an gagn­rýndi Na­talie Portman. AFP

Seg­ir Portman marg­ar ástæður fyr­ir því að verk­efni kvenna hafi ekki hlotið braut­ar­gengi. 

„Ef þess­ar mynd­ir eru gerðar mæta kon­ur ótrú­lega mikl­um áskor­un­um þegar verk­efni eru í fram­leiðslu­ferli. Ég hef nokkr­um sinn­um reynt að hjálpa kvens­leik­stjór­um að fá ráðningu vegna verk­efna sem þær síðan hrökklast frá vegna aðstæðna sem þær mæta í vinnu,“ sagði Portman. „Eft­ir að þær eru til­bún­ar mæta mynd­ir sem eru leik­stýrðar af kon­um erfiðleik­um við að kom­ast inn á kvik­mynda­hátíðir, fá dreif­ingu og fá lof vegna hliðvarða á hverju stigi. Þannig ég vil segja, ég hef reynt og ég held áfram að reyna. Á meðan mér hef­ur enn ekki tek­ist vel til vona ég að við séum að stíga inn í nýj­an dag.“

Natalie Portman í fötunum umdeildu á Óskarnum.
Na­talie Portman í föt­un­um um­deildu á Óskarn­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Láttu það eftir þér að gera eitthvað óvenjulegt í dag. Ertu Kannski að eyða allt of miklum tíma í eitthvað sem þér er alveg sama um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Láttu það eftir þér að gera eitthvað óvenjulegt í dag. Ertu Kannski að eyða allt of miklum tíma í eitthvað sem þér er alveg sama um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver