„Ég hef reynt og ég held áfram að reyna“

Natalie Portman reyndi að svara fyrir sig.
Natalie Portman reyndi að svara fyrir sig. AFP

Leik­kon­an Na­talie Portman svaraði leik­kon­unni Rose McGow­an eft­ir að sú síðar­nefnda sakaði Portman um að vera hræsn­ara fyr­ir að vekja at­hygli á bágri stöðu kven­leik­stjóra á Óskarverðlauna­hátíðinni. Í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef Variety seg­ist Portman reyna að veita kon­um fram­gang þrátt fyr­ir ekki alltaf tak­ist til. 

„Ég er sam­mála frök­en McGow­an að það sé óná­kvæmt að kalla mig „hug­rakka“ fyr­ir að klæðast flík með nöfn­um kvenna á,“ sagði Portman og sagði kon­ur sem væru að bera vitni gegn fram­leiðand­an­um Har­vey Wein­stein frek­ar hug­rakk­ar. 

Portman var þó ekki bara sam­mála McGow­an í svari sínu. Reyndi hún að út­skýra af hverju hún hefði ekki unnið með fleiri kon­um. McGown benti á þá staðreynd að Portman ætti sitt eigið fram­leiðslu­fyr­ir­tæki. Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið hef­ur alltaf ráðið karla til þess að leik­stýra kvik­mynd­um sín­um – nema í þeim til­fell­um þar sem Portman hef­ur sjálf leik­stýrt. 

„Það er rétt að ég hef aðeins gert nokkr­ar mynd­ir með kon­um. Á mín­um langa ferli hef ég aðeins haft tæki­færi til að vinna með kven­leik­stjór­um nokkr­um sinn­um. Ég hef gert stutt­mynd­ir, aug­lýs­ing­ar, tón­list­ar­mynd­bönd og mynd­ir með Maryu Cohen, Miru Nair, Re­beccu Zlotowski, Önnu Rose Hol­mer, Sofiu Coppola, Shir­in Nes­hat og sjálfri mér. Því miður eru ógerðu mynd­irn­ar sem ég hef reynt að gera drauga­saga,“ sagði Portman. 

Rose McGowan gagnrýndi Natalie Portman.
Rose McGow­an gagn­rýndi Na­talie Portman. AFP

Seg­ir Portman marg­ar ástæður fyr­ir því að verk­efni kvenna hafi ekki hlotið braut­ar­gengi. 

„Ef þess­ar mynd­ir eru gerðar mæta kon­ur ótrú­lega mikl­um áskor­un­um þegar verk­efni eru í fram­leiðslu­ferli. Ég hef nokkr­um sinn­um reynt að hjálpa kvens­leik­stjór­um að fá ráðningu vegna verk­efna sem þær síðan hrökklast frá vegna aðstæðna sem þær mæta í vinnu,“ sagði Portman. „Eft­ir að þær eru til­bún­ar mæta mynd­ir sem eru leik­stýrðar af kon­um erfiðleik­um við að kom­ast inn á kvik­mynda­hátíðir, fá dreif­ingu og fá lof vegna hliðvarða á hverju stigi. Þannig ég vil segja, ég hef reynt og ég held áfram að reyna. Á meðan mér hef­ur enn ekki tek­ist vel til vona ég að við séum að stíga inn í nýj­an dag.“

Natalie Portman í fötunum umdeildu á Óskarnum.
Na­talie Portman í föt­un­um um­deildu á Óskarn­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver