Bong Joon-ho fékk hlýjar móttökur í heimalandinu

Bong Joon-ho fékk hlýjar móttökur.
Bong Joon-ho fékk hlýjar móttökur. AFP

Leik­stjór­inn Bong Joon-ho brosti og veifaði til aðdá­enda sinna þegar hann lenti í heimalandi sínu, Suður-Kór­eu, í gær. Bong hef­ur farið sig­ur­för á verðlauna­hátíðum á síðustu vik­um og landaði stærstu verðlaun­un­um á Óskar­sverðlauna­hátíðinni á sunnu­dag­inn fyr­ir viku. 

Bong mætti mik­ill fjöldi fólks á flug­vell­in­um sem vildi berja leik­stjór­ann góðkunna aug­um og óska hon­um til ham­ingju. Í viðtali á vell­in­um sagði hann: „Þetta hef­ur verið löng ferð í Banda­ríkj­un­um og ég er feg­inn að allt hafi gengið vel. Núna er ég ánægður að geta snúið mér hljóðlega að því að skapa, sem er mín meg­iniðja.“

Hann sagði á léttu nót­un­um að hann ætli að þvo sér vel um hend­urn­ar í framtíðinni til þess að leggja hönd á plóg við að sigr­ast á COVID-19 veirunni. 

Eins og frægt er sló kvik­mynd hans, Paras­ite, í gegn á Óskarn­um og fékk hann verðlaun fyr­ir leik­stjórn. Paras­ite hlaut einnig verðlaun fyr­ir besta frum­samda hand­ritið og í flokki er­lendra kvik­mynda. Stærstu verðlaun­in voru þó í flokki bestu kvik­mynd­ar­inn­ar. Paras­ite er fyrsta kvik­mynd­in á er­lendu tungu­máli til að hljóta þau verðlaun í 92 ára sögu verðlaun­anna.

Fjöldi fólks mætti á flugvöllinn.
Fjöldi fólks mætti á flug­völl­inn. AFP
AFP
Bong Joon-ho ávarpaði fólkið.
Bong Joon-ho ávarpaði fólkið. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist leika í höndunum á þér og þú nýtur aðdáunar annarra. Veraldleg velgengi er ágæt en andlegur auður er öðru dýrmætari.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
3
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist leika í höndunum á þér og þú nýtur aðdáunar annarra. Veraldleg velgengi er ágæt en andlegur auður er öðru dýrmætari.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
3
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir