Hildur Guðnadóttir hlaut Nordic Music Prize

Countess Malaise, Cell7 og Hildur Guðnadóttir baksviðs í Ósló í …
Countess Malaise, Cell7 og Hildur Guðnadóttir baksviðs í Ósló í dag. Ljósmynd/Arnar Eggert Thoroddsen

Hildur Guðnadóttir hlaut í dag norrænu tónlistarverðlaunin Nordic Music Prize fyrir tónlist sína við sjónvarpsþættina Chernobyl sem kom út á hljómplötu í fyrra. Verðlaunin voru afhent með viðhöfn á tónlistarhátíðinni by:Larm, sem fram fer í Ósló.

Alls voru tólf norrænar hljómplötur tilnefndar til verðlaunanna, en auk Hildar voru íslensku tónlistarkonurnar Cell 7 (Ragna Kjartansdóttir) og Countess Malaise (Dýrfinna Benita Garðarsdóttir) tilnefndar fyrir verk sín sem komu út í fyrra.

Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur situr í dómnefnd verðlaunanna fyrir Íslands hönd og smellti meðfylgjandi mynd af íslensku tónlistarkonunum baksviðs í Ósló síðdegis í dag, en allar voru þær viðstaddar verðlaunaafhendinguna.

Þessi verðlaun hafa verið veitt árlega frá árinu 2011 í tengslum við by:Larm-hátíðina í Ósló og er þetta í annað sinn sem íslenskur listamaður hlýtur hnossið. Jónsi (í Sigur Rós) hlaut verðlaunin fyrstur allra árið 2011 fyrir sólóplötu sína sem kom út það ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka