Að sættast við sársaukann

Antonio Banderas í Dolor y gloria.
Antonio Banderas í Dolor y gloria.

Nýj­asta kvik­mynd Pedros Almodóvars, Dol­or y gloria eða Sárs­auki og dýrð, hlýt­ur lof­sam­lega gagn­rýni í Morg­un­blaðinu í dag og seg­ir m.a. að þótt frá­sögn­in sé lág­stemmd og lítið virðist ger­ast á yf­ir­borðinu búi und­ir heil­mik­il saga af ást, fortíðarþrá, eft­ir­sjá og sekt­ar­kennd.

Gagn­rýn­andi skrif­ar meðal ann­ars að Sárs­auki og dýrð sé að hluta ævi­sögu­legt verk en í kvik­mynd­inni seg­ir af kvik­mynda­leik­stjóra um sex­tugt, Sal­vador Mallo, sem nýt­ur mik­ill­ar virðing­ar en hef­ur ekki leik­stýrt til fjölda ára vegna veik­inda. Mallo glím­ir við mikla verki í baki og höfði, ast­ma og ein­kenni­lega andnauð sem ekki er vitað hvað veld­ur fram­an af mynd.

„Leik­stjór­inn er sam­kyn­hneigður, líkt og Almodóvar, og margt annað í mynd­inni minn­ir á ævi hans. Almodóvar hef­ur sjálf­ur sagt að kvik­mynd­in sé skáld­skap­ur, ít­rekaði það m.a. í viðtali í dag­blaðinu Guar­di­an í fyrra en bætti svo við að hann væri að reyna að sann­færa sjálf­an sig um að svo væri, þótt und­ir niðri væri hon­um ljóst að mynd­in fjallaði um hann sjálf­an. Sal­vador er því ein­hvers kon­ar blend­ing­ur af Almodóvar og öðrum manni sem hann hef­ur mótað listi­lega,“ skrif­ar rýn­ir og ánetj­ast leik­stjór­inn í mynd­inni heróíni og flýr í vím­unni á vit minn­ing­anna en á end­an­um lær­ir hann að sætt­ast við sárs­auk­ann. 

„Þetta er áhrifa­mikið portrett af manni og Almodóvar kast­ar líka fram spurn­ing­unni um hversu áreiðan­leg­ar minn­ing­ar okk­ar séu. Hvernig hann ger­ir það er best að láta ósagt, næg­ir að segja að mörk skáld­skap­ar og veru­leika verða óljós þar líkt og þegar kem­ur að aðal­per­són­unni sjálfri; hversu stór hluti af henni er Almodóvar og hversu stór hluti henn­ar er sköp­un­ar­verk hans og skáld­skap­ur? Ísland kem­ur líka skemmti­lega við sögu þegar Sal­vador furðar sig á vin­sæld­um sín­um hér á landi eft­ir að hafa fengið boð um að sækja hér kvik­mynda­hátíð,“ skrif­ar rýn­ir og að Ant­onio Band­eras sé virki­lega góður í hlut­verki Sal­vadors Mal­los, leik­ur­inn hár­fínn og aðrir leik­ar­ar að sama skapi eft­ir­minni­leg­ir, ekki síst Asier Etx­e­andia í hlut­verki leik­ar­ans og heróín­fík­ils­ins Al­bertos Crespos. 

„Sterk­ir, heit­ir lit­ir eru áber­andi líkt og í fyrri mynd­um Almodóvars, einkum þó æp­andi rauður sem má til dæm­is sjá á eld­hús­inn­rétt­ingu á heim­ili leik­stjór­ans við sægræn­ar flís­ar. Rauður er lit­ur ástríðu en líka hættu og hins for­boðna eða bannaða en blár er lit­ur ró­ar­inn­ar, eins og sjá má í upp­hafs­atriðinu fyrr­nefnda. Bún­ing­ar eru líka lit­rík­ir og minna föt­in sem Sal­vador er í oft á föt­in sem maður hef­ur séð Almodóvar klæðast. Ein­hvers staðar las ég að þetta væru í raun og veru föt Almodóvars og íbúðin eft­ir­mynd af íbúð leik­stjór­ans. Frum­sam­in tónlist Al­bertos Ig­lesi­as fell­ur svo full­kom­lega að kvik­mynd­inni, hún er kannski ekki frum­leg eða óvenju­leg en alltaf fal­leg,“ seg­ir und­ir lok­in en dóm­inn má lesa í heild í Morg­un­blaðinu í dag, 20. mars. 

Fjallað er um Dol­or y gloria í nýj­asta þætti kvik­mynda­hlaðvarps mbl.is, BÍÓ, sem má nálg­ast hér

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Orka dagsins hvetur til ævintýra. Þú þarft ekki að ferðast langt til að upplifa eitthvað nýtt. Forvitni og gleði leiða þig áfram með léttleika.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Orka dagsins hvetur til ævintýra. Þú þarft ekki að ferðast langt til að upplifa eitthvað nýtt. Forvitni og gleði leiða þig áfram með léttleika.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir