Sekir frá fæðingu

Michael B. Jordan og Jamie Foxx í Just Mercy.
Michael B. Jordan og Jamie Foxx í Just Mercy.

Kvik­mynd­in Just Mercy er til umræðu í nýj­asta þætti kvik­mynda­hlaðvarps­ins BÍÓ en hún er sann­sögu­leg og bygg­ir á end­ur­minn­ing­um lög­manns­ins Bry­an Steven­son. Brynja Hjálms­dótt­ir kvik­mynda­gagn­rýn­andi ræðir við stjórn­end­ur þátt­ar­ins um mynd­ina og gef­ur henni fjór­ar stjörn­ur í gagn­rýni sinni sem finna má í Morg­un­blaðinu í dag. 

4% dauðadæmdra sak­laus­ir menn

Í gagn­rýni Brynju seg­ir m.a. að sam­kvæmt rann­sókn­um séu að minnsta kosti 4% þeirra sem dæmd­ir eru til dauða í Banda­ríkj­un­um sak­laus­ir menn. „Hlut­fall þeirra mála sem byggja á veik­um grunni eða þar sem vafi leik­ur á sak­hæfi vegna geðrask­ana og þroska­skerðinga er jafn­vel hærra. Fjór­ir af hundrað eru kannski ekki marg­ir en það eru samt viðbjóðslega marg­ir þegar eins al­var­legt mál og að svipta menn lífi er ann­ars veg­ar. Banda­rík­in eru eitt fárra þróaðra ríkja sem enn nota dauðarefs­inu, hún hef­ur verið af­num­in í gerv­allri Evr­ópu, Kan­ada og flest­um lönd­um Suður-Am­er­íku. Einu lönd­in sem til­heyra hinum svo­kallaða fyrsta heimi og enn dæma fólk til dauða eru Banda­rík­in, Jap­an, Suður-Kórea og Taív­an. Manni er nán­ast ofviða að reyna að skilja eða viður­kenna þær rök­semd­ir sem rétt­læta það að taka fólk af lífi. Að þetta sé enn gert í Banda­ríkj­un­um og að þar sé allt að 60% lands­manna fylgj­andi dauðarefs­ing­um virðist hand­an skiln­ings,“ skrif­ar Brynja. 

Bry­an Steven­son var ný­út­skrifaður úr lög­fræði frá Har­vard þegar hann flutti til Ala­bama til að reka mál fyr­ir fanga á dauðadeild á seinni hluta ní­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar og bend­ir Brynja á að í Ala­bama hafi verið og sé enn hæsta hlut­fall dauðadóma í Banda­ríkj­un­um og þá  m.a. vegna þess að Al­bama leyfði dómur­um að breyta úr­sk­urði kviðdóms þannig að ef kviðdóm­ur fór fram á lífstíðarfang­elsi gat dóm­ari breytt því í dauðadóm. Ákvæðið var fellt úr gildi fyr­ir þrem­ur árum.

Hér má sjá stiklu mynd­ar­inn­ar:

Foxx senuþjóf­ur 

Í mynd­inni er sjón­um aðallega beint að máli eins manns, Johnny D, sem dæmd­ur var til dauða fyr­ir að myrða hvíta tán­ings­stúlku en eng­in sönn­un­ar­gögn voru í mál­inu önn­ur en vitn­is­b­urður tveggja hvítra manna og það vafa­samra. Johnny D var auk þess með skot­helda  fjar­vist­ar­sönn­un sem ákveðið var að stinga und­ir stól.

„Ljóst er að Johnny D er fórn­ar­lamb ras­isma og lög­reglu­of­beld­is í ríki þar sem svart­ir menn eru „sek­ir frá því augna­bliki sem þeir koma í heim­inn“, eins og Johnny kemst að orði,“ skrif­ar gagn­rýn­andi sem tel­ur mynd­ina virki­lega vel gerða, hand­ritið gott og heil­miklu miðlað með  inn­römm­un og klipp­ingu. Michael B. Jor­d­an stend­ur sig vel í hlut­verki Bry­ans en  Jamie Foxx stel­ur sen­unni í hlut­verki Johnny D, að mati rýn­is. 

Þátt­ar­stjórn­end­ur og gagn­rýn­andi eru sam­mála um Just Mercy sé bæði vel gerð og áhrifa­mik­il, eins og heyra má í hlaðvarpsþætt­in­um hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýtt upphaf gefur þér kraft. Taktu fyrsta skrefið í verkefni sem hefur beðið. Það sem þú frestar lengur gæti misst gildi. Treystu eigin ákvörðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Yrsa Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýtt upphaf gefur þér kraft. Taktu fyrsta skrefið í verkefni sem hefur beðið. Það sem þú frestar lengur gæti misst gildi. Treystu eigin ákvörðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Yrsa Sig­urðardótt­ir