Græddi á því að syngja ekki

Victoria Beckham græddi vel á tónleikum Spice Girls.
Victoria Beckham græddi vel á tónleikum Spice Girls. AFP

Victoria Beckham, fatahönnuður og fyrrverandi kryddpía, græddi töluvert á því þegar Kryddpíurnar eða Spice Girls komu saman í fyrra. Beckham sem hefur snúið sér að tísku er talin hafa grætt eina milljón punda eða um 170 milljónir íslenskra króna á endurkomu Kryddpíanna að því fram kemur á vef The Sun

Kryddpíurnar sem voru afar vinsælar á tíunda áratug síðustu aldar komu aftur saman í fyrra og fóru á tónleikaferðalag. Þær voru þó bara fjórar þar sem frú Beckham ákvað að fara ekki með. Hún fær þó einn fimmta af hinum ýmsu tekjum sem tengjast Kryddpíuvörumerkinu. Það sama átti við í fyrra þrátt fyrir að þær Mel C, Geri, Emma og Mel B hafi tekið á sig alla vinnuna ef svo má að orði komast. 

Í fyrra fékk Beckham aðeins 700 þúsund pund eða tæpar 120 milljónir borgaðar frá tískumerki sínu sem stendur völtum fótum eins og staðan er í dag. Félagið Spice Girls Limited græddi 4,5 milljónir punda í fyrra. Árið áður, þegar sveitin var enn í dvala, voru tekjurnar aðeins 124 þúsund pund. 

Kryddpíurnar allar saman komnar árið 2012.
Kryddpíurnar allar saman komnar árið 2012. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka