Sannleikurinn er sagna bestur

„Enn einu sinni hefur Leikhópurinn Lotta skapað leiksýningu sem óhætt er að mæla með,“ skrifar Silja Björk Huldudóttir í leikdómi um Bakkabræður sem birtist í Morgunblaðinu í dag.  

„Sýningu sem gleður augað, hreyfir við hjartanu, kitlar hláturtaugarnar og fær áhorfendur jafnframt til að velta hlutunum fyrir sér með gagnrýnum huga. Það er varla hægt að hugsa sér betri uppskrift. Vonandi gefst sem flestum leikhúsgestum færi á að sjá sýninguna á ferð hennar um landið í sumar.“

Gagnrýnandi segir Bakkabræður metnaðarfulla sýningu sem ætlað sé að skemmta börnum og fjölskyldum þeirra. „Bak við glensið, litríku búningana og fjörlegu tónlistaratriðin leynist mikilvægt erindi því leikhópurinn boðar samkennd, umburðarlyndi, hugrekki, virðingu og vináttu.“ 

Rýnir rifjar upp að mörg síðustu árin hafi Anna Bergljót Thorarensen sótt efnivið sinn til evrópskra ævintýra og snúið upp á þau á óvæntan og skemmtilegan hátt. „Að þessu sinni leitar Anna Bergljót í íslenska þjóðsagnaarfinn og lætur stuttar kímnisögur af bræðrunum frá Bakka veita sér innblástur með góðum árangri. Fyrri hluta leikritsins sjáum við bræðurna Gísla, Eirík og Helga (Stefán Benedikt Vilhelmsson, Andrea Ösp Karlsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson) sömu augum og þeir birtast í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Í frásögnum Gróu læknis (Andrea Ösp Karlsdóttir) frá bænum Leiti og óðalsbóndans (Sigsteinn Sigurbergsson) sem finnst fátt skemmtilegra en að bregða sér í hlutverk Þórs, föður bræðranna, til að skemmta dóttur sinni Lilju (Viktoría Sigurðardóttir) með Gróusögum, eru bræðurnir bæði einfaldir og auðtrúa,“ segir í dómnum og síðan er framhaldið: 

„Um miðbik verksins fær Lilja, og samtímis áhorfendur, hins vegar óvænt tækifæri til að kynnast bræðrunum í eigin persónu og þá kemur í ljós að þeir eru ekki jafn einfaldir og henni hefur verið talin trú um. Fátækt, illt umtal og fordómar hafa sett mark sitt á bræðurna og í raun þröngvað þeim inn í ákveðið hlutverk sem þá langar ekkert endilega til að leika.

Leiksýningar Lottu hafa iðulega lumað á skemmtilegum vísunum í samtímann en aldrei jafnmikið og í sumarsýningu ársins. Sögusvið Bakkabræðraer Ísland fyrri tíma þegar berklar geisuðu landsmönnum til skelfingar. Það er því persónum leiksins jafn eðlilegt og nútímafólki á tímum kórónuveirufaraldurs að fara í sýnatöku til að athuga með smit, heilsa engum með handabandi eða faðmlagi, fara í sóttkví, virða ýmsar samkomutakmarkanir til að hefta útbreiðslu og ruglast á orðunum samkomubanni og samgöngubanni. Anna Bergljót gerir sér mikinn og skemmtilegan mat úr þessum hliðstæðum. Á sama tíma býr hún einnig til áhugaverða hliðstæðu milli slúðursagna fyrri tíma og falsfréttanna sem tröllríða nútímanum með neikvæðum afleiðingum. Boðskapur sýningarinnar er skýr: við ein berum ábyrgð á orðum okkar og höfum ávallt val um það hvort við veljum að bera áfram slúður og fara með fals. En þótt skilaboðin séu skýr er þeim blessunarlega ekki miðlað með predikunar- eða umvöndunartóni,“ segir í leikdómum sem lesa má í heild sinn í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka