Daði Freyr kemur fram á Iceland Airwaves

Daði Freyr mun stíga á stokk á Iceland Airwaves í …
Daði Freyr mun stíga á stokk á Iceland Airwaves í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson mun koma fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í nóvember næstkomandi. Þetta verða einu stórtónleikar Daða á Íslandi á þessu ári. 

Daði „braut internetið“ með framlagi sínu til Eurovision, Think About Things“, en næsta víst er að lagið hefði fært Íslandi vinningstitilinn í fyrsta sinn. En allt kom fyrir ekki því eins og alkunna er var keppninni frestað og aðdáendur um allan heim sátu eftir með sárt ennið.

Fjöldi fólks kvittaði undir áskorun um að krýna Daða sem sigurvegara ársins og hann sigraði Eurostream, stafrænu Eurovision keppnina sem helstu Eurovision-sérfræðingar heims stóðu að.

Lagið fór eins og eldur um sinu á netinu og stórstjörnur á borð við Russell Crowe, Jennifer Garner, Pink og James Corden deildu laginu og dásömuðu það, tónlistarunnendur um allan heim hafa lofað lagasmíðina og Airwaves-vinirnir Hot Chip (ein uppáhaldshljómsveit Daða) endurblönduðu lagið eftir eigin höfði. Nýjasta lag Daða „Where I Wanna Be“ hefur þegar náð heimsathygli. Það er því ekki ofsagt að þessa stundina sé Daði Freyr heitasta íslenska tónlistarstjarnan um heim allan.

Daði fer í tónleikaferðalag erlendis í desember og er þegar svo til uppselt á alla tónleikana en framkoman á Iceland Airwaves er eins og áður sagði eina tækifærið til að sjá hann spila á stórtónleikum á Íslandi þetta árið.

„Ég get ekki beðið eftir að koma fram á uppáhaldstónlistarhátíðinni minni. Það er eitthvað sérstakt við Iceland Airwaves,“ segir Daði Freyr. „Get ekki beðið eftir að sýna ykkur hvað ég er búinn að vera að gera.“

Iceland Airwaves verður haldin í 22. annað sinn í ár í miðborg Reykjavíkur og mun borgin lifna við með tónlist, dansi og gleði dagana 4. - 7. nóvember. Yfir 30 listamenn hafa þegar verið tilkynntir, þar á meðal Metronomy, Black Pumas, Courtney Barnett, Sin Fang, Júníus Meyvant, og Daughters of Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir