Iceland Airwaves frestað til 2021

Iceland Airwaves hefur verið frestað til 2021.
Iceland Airwaves hefur verið frestað til 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ice­land Airwaves-tón­list­ar­hátíðinni sem fram átti að fara í nóv­em­ber á þessu ári hef­ur verið frestað til árs­ins 2021. Hátíðin mun fara fram 3.-6. nóv­em­ber á næsta ári.

„Öryggið skipt­ir alltaf öllu máli hjá Ice­land Airwaves. Eft­ir ný­leg­ar breyt­ing­ar á sam­komutak­mörk­un­um og hert­ar aðgerðir við landa­mær­in vilj­um við hjá Ice­land Airwaves leggja okk­ar af mörk­um til að koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi út­breiðslu víruss­ins. Það er okk­ar hjart­ans mál að ör­yggi og heilsa gesta okk­ar og starfs­fólks sé í fyr­ir­rúmi og að öll­um regl­um sé fylgt. Þetta þýðir hins veg­ar að það er því miður ekki hægt að halda hátíðina í ár.

Við skoðuðum alla mögu­leika, til dæm­is að minnka hátíðina, fækka tón­leika­stöðum, hólfa áhorf­end­ur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögu­legt að halda hátíðina í ár svo vel sé.

Hátíðin mun því eiga sér stað á næsta ári, 3.-6. nóv­em­ber 2021, og það gleður okk­ur mjög að staðfesta hér með að lista­menn­irn­ir sem búið var að til­kynna munu all­ir koma fram á hátíðinni á næsta ári. Auk þess til­kynn­um við í dag 25 ný atriði.

Þau ykk­ar sem eiga miða á hátíðina í ár og vilja fara á hátíðina 2021 þurfa ekk­ert að aðhaf­ast, miðinn gild­ir áfram. Þú fékkst miðann á lægsta mögu­legu miðaverði, verðið mun ekki lækka úr þessu. Okk­ur þætti vænt um að miðahaf­ar myndu halda í miðana sína og þannig styðja við ís­lenska tón­list­ar­geir­ann og tón­leika- og skemmt­ana­hald á Íslandi sem á und­ir högg að sækja þessa dag­ana eins og svo marg­ir aðrir.“

Til­kynna fleiri atriði

Alþjóðlegu atriðin sem eru til­kynnt í dag eru meðal ann­ars post-pönk-sam­steyp­an frá Vancou­ver Crack Cloud, Porridge Radio frá Bright­on sem hlutu titil­inn „besta nýja tón­list­in“ hjá Pitch­fork ný­lega, Marie Dav­idson & L'Œil Nu, framúr­stefnu­legt k-pop frá suðurkór­eska band­inu Bal­m­ing Tiger, ís­lensk-norsk-sov­éskt þolfim­idiskó frá Ultraf­l­ex og margt fleira.

Frá Íslandi bæt­ast í hóp­inn Bríet, HipS­um­Haps, GDRN og Sigrún Stella en þau eiga það öll sam­eig­in­legt að hafa hljómað mikið í út­varp­inu í sum­ar. Trúba­dor­inn Mug­i­son kem­ur einnig fram og frá gras­rót­inni koma fram spenn­andi hljóm­sveit­ir frá Post-dreif­ing-út­gáf­unni.

Ice­land Airwaves er stolt­ur sam­starfsaðili Keychange og þrjú atriði koma fram frá þeim, en þau eru Any Ot­her frá Ítal­íu, Sara Parkm­an frá Svíþjóð og ISÁK frá Nor­egi, auk hinn­ar ís­lensku Cell7.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú getur lært eitthvað mikilvægt af einhverjum í dag. Hlutirnir virðast stundum yfirþyrmandi en ef þú heldur þínu striki ættirðu að uppskera ríkulega á næstu tveimur árum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Maria Fallström
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú getur lært eitthvað mikilvægt af einhverjum í dag. Hlutirnir virðast stundum yfirþyrmandi en ef þú heldur þínu striki ættirðu að uppskera ríkulega á næstu tveimur árum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Maria Fallström