Iceland Airwaves frestað til 2021

Iceland Airwaves hefur verið frestað til 2021.
Iceland Airwaves hefur verið frestað til 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem fram átti að fara í nóvember á þessu ári hefur verið frestað til ársins 2021. Hátíðin mun fara fram 3.-6. nóvember á næsta ári.

„Öryggið skiptir alltaf öllu máli hjá Iceland Airwaves. Eftir nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hertar aðgerðir við landamærin viljum við hjá Iceland Airwaves leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu vírussins. Það er okkar hjartans mál að öryggi og heilsa gesta okkar og starfsfólks sé í fyrirrúmi og að öllum reglum sé fylgt. Þetta þýðir hins vegar að það er því miður ekki hægt að halda hátíðina í ár.

Við skoðuðum alla möguleika, til dæmis að minnka hátíðina, fækka tónleikastöðum, hólfa áhorfendur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögulegt að halda hátíðina í ár svo vel sé.

Hátíðin mun því eiga sér stað á næsta ári, 3.-6. nóvember 2021, og það gleður okkur mjög að staðfesta hér með að listamennirnir sem búið var að tilkynna munu allir koma fram á hátíðinni á næsta ári. Auk þess tilkynnum við í dag 25 ný atriði.

Þau ykkar sem eiga miða á hátíðina í ár og vilja fara á hátíðina 2021 þurfa ekkert að aðhafast, miðinn gildir áfram. Þú fékkst miðann á lægsta mögulegu miðaverði, verðið mun ekki lækka úr þessu. Okkur þætti vænt um að miðahafar myndu halda í miðana sína og þannig styðja við íslenska tónlistargeirann og tónleika- og skemmtanahald á Íslandi sem á undir högg að sækja þessa dagana eins og svo margir aðrir.“

Tilkynna fleiri atriði

Alþjóðlegu atriðin sem eru tilkynnt í dag eru meðal annars post-pönk-samsteypan frá Vancouver Crack Cloud, Porridge Radio frá Brighton sem hlutu titilinn „besta nýja tónlistin“ hjá Pitchfork nýlega, Marie Davidson & L'Œil Nu, framúrstefnulegt k-pop frá suðurkóreska bandinu Balming Tiger, íslensk-norsk-sovéskt þolfimidiskó frá Ultraflex og margt fleira.

Frá Íslandi bætast í hópinn Bríet, HipSumHaps, GDRN og Sigrún Stella en þau eiga það öll sameiginlegt að hafa hljómað mikið í útvarpinu í sumar. Trúbadorinn Mugison kemur einnig fram og frá grasrótinni koma fram spennandi hljómsveitir frá Post-dreifing-útgáfunni.

Iceland Airwaves er stoltur samstarfsaðili Keychange og þrjú atriði koma fram frá þeim, en þau eru Any Other frá Ítalíu, Sara Parkman frá Svíþjóð og ISÁK frá Noregi, auk hinnar íslensku Cell7.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir