Pamela Anderson komin með nýjan kærasta

Pamela Anderson.
Pamela Anderson. AFP

Bandaríska leikkonan Pamela Anderson er komin með nýjan kærasta. Sá heppni er Dan Hayhurst og er hann einnig lífvörður hennar. 

Anderson og Hayhurst eru sögð hafa verið saman allan þann tíma sem heimsfaraldurinn hefur geisað. „Hún hefur verið mjög hamingjusöm. Og þau hafa verið saman allan þann tíma sem heimsfaraldurinn hefur staðið yfir. Hún er ofurhamingjusöm og hann hefur hjálpað henni að koma heimili hennar á Vancouver-eyju í stand,“ sagði heimildarmaður People um málið.

Anderson vakti athygli í byrjun árs þegar hún var gift kvikmyndaframleiðandum Jon Peters í aðeins tólf daga. 

Eftir að greint var frá sambandi hennar og Hayhurst um helgina sendi Anderson út tilkynningu á samfélagsmiðlum og sagði að hún og Peters hefðu aldrei verið löglega gift. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal