Jarðarförin mín í lokakeppni Berlin TV Series Festival

Jarðarförin mín hefur verið að gera það gott.
Jarðarförin mín hefur verið að gera það gott. Ljósmynd/Aðsend

Sjónvarpsþáttaröðin Jarðarförin mín hefur verið valin í lokakeppni Berlin TV Series Festival sem fram fer í Þýskalandi 23.-27. september. Hátíðin er haldin í fjórða skipti og er ætlað að lyfta sjónvarpsmenningunni með því að vekja athygli á því sem hæst ber í gerð leikins efnis. Hátíðin í ár fer fram á vefnum vegna kórónuveirunnar.

Jarðarförin mín keppir við þekktar þáttaraðir eins og Netflix-seríurnar þýsku Unorthodox og Perfect Crime og hina austurrísku Freud, sem vakið hafa mikla athygli um heim allan, ásamt því að keppa við þáttaraðir frá Ástralíu, Argentínu, Mexíkó og Austurríki.

Framleiðandi þáttanna, Glassriver, er komin í samstarf með bandaríska fyrirtækinu Dynamic Television um alþjóðlega dreifingu á Jarðarförinni minni, en Dynamic eru með skrifstofur í Þýskalandi og Frakklandi en fyrirtækið dreifir meðal annars Ófærð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal