Kærasta Pitts segist ekki hata Jolie

Brad Pitt á í sambandi við fyrirsætuna Nicole Poturalski.
Brad Pitt á í sambandi við fyrirsætuna Nicole Poturalski. Samsett mynd

Fyrirsætan Nicole Poturalski komst í heimspressuna í ágúst fyrir að slá sér upp með Brad Pitt. Fólk skiptist í fylkingar þegar kemur að konunum í lífi leikarans og var Poturalski spurð að því á dögunum af hverju hún hataði Angelinu Jolie. 

„Hamingjusamt fólk hatar ekki,“ skrifaði Poturalski við mynd af sér í appelsínugulum kjól. Hún fékk þó að finna fyrir því í athugasemdunum við myndina. 

„Ef svo er, af hverju hatið þið Brad Angelinu? Fylgdu því sem þú predikar stelpa,“ skrifaði instagramnotandi við myndina. Poturalski lét athugasemdina ekki slá sig út af laginu. „Hata ekki neinn,“ svaraði hún. 

Ferðalag Pitts og Poturalski til Frakklands í lok ágúst vakti mikla athygli en Pitt fór með nýju kærustuna í kastalann sem þau Angelina Jolie keyptu árið 2011. Hjónin, sem enn standa í skilnaði, giftu sig einmitt í kastalanum árið 2014. 

Angelina Jolie.
Angelina Jolie. AFP
View this post on Instagram

Happy people dont hate 🧡🧡🧡

A post shared by Nico (@nico.potur) on Sep 15, 2020 at 7:18am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka