Ferðasaga pólfara

Þrír leikarar fara með fjölda hlutverka í Polishing Iceland.
Þrír leikarar fara með fjölda hlutverka í Polishing Iceland. Ljósmynd/Patrik Ontkovic

„Það er létt­ur ljóðrænn tónn í sýn­ing­unni, húm­or og ljúfsár írón­ía. Allt borið fram af ör­læti og af­slappaðri fimi,“ seg­ir í leik­dómi Þor­geirs Tryggva­son­ar um Pol­is­hing Ice­land sem alþjóðlegi sviðslista­hóp­ur­inn Reykja­vík En­semble sýn­ir í Tjarn­ar­bíói um þess­ar mund­ir. Í leik­dómi sín­um, sem birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu mánu­dag­inn 28. sept­em­ber, gef­ur hann upp­færsl­unni fjór­ar stjörn­ur. 

Í leik­dómi sín­um bend­ir Þor­geir Tryggva­son á að hið stóra og líf­lega sam­fé­lag Pól­verja á Íslandi sé smám sam­an að verða sýni­legra. „Við þessi sem eig­um hér ætt­ir aft­ur í ald­ir og lærðum ís­lensku heima hjá okk­ur erum smám sam­an að vakna til meðvit­und­ar um að við lif­um í fjöl­breytt­ara sam­fé­lagi en við ól­umst upp í. Þessa sér góðu heilli líka merki í menn­ing­ar­líf­inu, þó vel megi merkja og skilja óþreyju fyr­ir að hlut­ir breyt­ist hægt. Bíó Para­dís hef­ur lagt sig fram um að bjóða upp á nýj­ar pólsk­ar kvik­mynd­ir og á síðasta leik­ári hóf Borg­ar­leik­húsið að gera til­raun­ir með að texta vald­ar sýn­ing­ar á pólsku.

En þjón­usta er eitt en þátt­taka annað. Þar kem­ur Reykja­vík En­semble sterkt inn; alþjóðleg­ur leik­hóp­ur und­ir for­ystu Pálínu Jóns­dótt­ur og Ewu Marc­inek sem hef­ur til þessa fyrst og fremst tekið til meðferðar pólsk­an veru­leika, sjálfs­mynd og sögu. Að ógleymdri stöðu í ís­lensku sam­fé­lagi.

Nafn sýn­ing­ar­inn­ar sem var (end­ur)frum­sýnd í Tjarn­ar­bíói fyrr í þess­um mánuði gef­ur ekki bara vís­bend­ingu um inni­hald held­ur líka efnis­tök. Pol­is­hing Ice­land, eða „Ísland pólerað“ eins og hún er stund­um kölluð líka og er álíka skemmti­legt í léttri tví­ræðni sinni. Sem er skyld, en aðeins önn­ur, en í enska titl­in­um. Texti sýn­ing­ar­inn­ar (sem er leik­gerð Pálínu og Ewu upp úr smá­sög­um þeirr­ar síðar­nefndu) er upp­full­ur af orðal­eikj­um og hug­leiðing­um um orðal­eiki, orðsifjar og merk­ingu sem verða til á þessu hálf­blinda stefnu­móti pólsku, ís­lensku og ensku, sem aðstæður Pól­verja á Íslandi kalla á. Sem dæmi má nefna þá staðreynd að sú hvers­dags­lega ís­lenska spurn­ing „viltu poka?“ hljóm­ar í eyr­um stillt á pólsku sem „sýndu mér hver þú ert?“ Sem aft­ur býr til spennu milli per­sónu­legr­ar nánd­ar og svip­lauss hvers­dags­ins. Hins per­sónu­lega og þess óper­sónu­lega. Ein­semd­ar og fé­lags­skap­ar.

Það er skáld­legt flug í text­an­um og létt áreynslu­leysi sem nýt­ur sín vel í leik­hús­sam­hengi, þar sem ljóðræn­an þarf að virka á viðtak­and­ann á svip­stundu, má ekki kalla á yf­ir­legu eða end­ur­tekn­ingu. Það er líka ein­hver sér­stök stemn­ing sem býr í því þegar leik­ari/​per­sóna tjá­ir sig á máli sem hún hef­ur ekki að fullu á valdi sínu, er ekki á heima­velli. Hlátra­sköll­in frá pólsku­mæl­andi frum­sýn­ing­ar­gest­um þegar móður­mál höf­und­ar og aðalleik­konu tók yfir glöddu líka.“

Fimur leikhópurinn tókst að umskapa hurðarfleka í allar þær aðstæður …
Fim­ur leik­hóp­ur­inn tókst að um­skapa hurðarfleka í all­ar þær aðstæður sem þurfti í sýn­ing­unni Pol­is­hing Ice­land. Ljós­mynd/​Pat­rik Ont­kovic

Gagn­rýn­andi hrós­ar úr­vinnslu Pálínu Jóns­dótt­ur leik­stjóra. „Pol­is­hing Ice­land er ein­hvers­kon­ar létt­leik­andi revía eða heim­speki­leg­ur létt­póli­tísk­ur sál­ar­ka­ba­rett um menn­ing­ar­árekstra, lykla og orð, sem eins og all­ir vita duga skammt til að lýsa því sem við upp­lif­um, hvað þá því hvernig okk­ur líður. Í úr­vinnslu Pálínu Jóns­dótt­ur er sam- og ein­töl­um lip­ur­lega og áreynslu­laust fléttað sam­an raun­sæ­is­legu (og hæfi­lega ýktu) lát­bragði og stíl­færðum hreyf­ing­um á dans­róf­inu í sára­ein­faldri um­gjörð sem sam­an­stend­ur af einu hjóla­borði og ein­um hurðarfleka sem fim­ur leik­hóp­ur­inn um­skapaði í all­ar þær aðstæður sem til þurfti.“

Í fram­hald­inu hrós­ar hann frammistöðu leik­hóps­ins. „Magda­lena Twor­ek nýt­ur sín vel í aðal­hlut­verk­inu, býr að mikl­um sviðssjarma og hvíldi áreynslu­laust í per­són­unni þrátt fyr­ir brota­kennt og óraun­sæ­is­legt form sýn­ing­ar­inn­ar og stöðugt sam­band við áhorf­end­ur. Pét­ur Óskar Sig­urðsson brá sér í ýmis eft­ir­minni­leg hlut­verk, upp­skar mikla kátínu í saln­um þegar hann benti á að Pól­verj­ar á Íslandi hefðu ekki yfir miklu að kvarta, sjálf­ur væri hann frá Bíldu­dal og því jaðar­sett­ur á höfuðborg­ar­svæðinu. Eins var snögg og þögul svip­mynd hans af auðnu­laus­um kær­asta kostu­leg. Michael Rich­ar­dt er sér­lega svip­mik­ill leik­ari með sterka út­geisl­un og fimi. Það gustaði t.d. af hon­um sem unn­ustu fyrr­nefnds auðnu­leys­ingja, en til­komu­mest­ur var Michael þó sem bollu­deig.“

Dóm­inn má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu mánu­dag­inn 28. sept­em­ber. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Áætlanir ganga upp þegar þú treystir eigin dómgreind. Ekki þurfa stöðugt að leita utanaðkomandi samþykkis. Þú veist meira en þú heldur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
4
Mohlin & Nyström
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Áætlanir ganga upp þegar þú treystir eigin dómgreind. Ekki þurfa stöðugt að leita utanaðkomandi samþykkis. Þú veist meira en þú heldur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
4
Mohlin & Nyström