Fertugt naut í flagi

Robert DeNiro í hlutverki Jake LaMotta eftir að hafa bætt …
Robert DeNiro í hlutverki Jake LaMotta eftir að hafa bætt einum 30 kg á sig fyrir kvikmyndina Raging Bull.

Rag­ing Bull, kvik­mynd Mart­ins Scorseses um hne­fa­leika­mann­inn og skít­seiðið Jake LaMotta, er orðin 40 ára og af því til­efni er hún tek­in til kost­anna í kvik­mynda­hlaðvarp­inu BÍÓ. Eyja Orra­dótt­ir kvik­mynda­fræðing­ur er gest­ur þeirra Helga og Þórodds að þessu sinni en mynd­in var meðal „gaur­amynda“ í rit­gerð sem hún skrifaði í kvik­mynda­fræði í Há­skóla Íslands.

Er henn­ar einkum minnst fyr­ir magnaða frammistöðu Roberts DeN­iros í hlut­verki LaMotta, milli­vigt­ar­hne­fa­leika­manns­ins sem var eins og naut í flagi, inn­an hrings sem utan.
DeN­iro kom sér í gíf­ur­lega gott hne­fa­leika­form og fitaði sig svo um ein 30 kíló­grömm til að geta leikið LaMotta eft­ir að box­ara­ferl­in­um lauk, ak­feit­an, einmana og drykk­felld­an. 


Rag­ing Bull var frum­sýnd árið 1980 og seg­ir sag­an að Scorsese hafi verið treg­ur til að gera hana og hafnað því árum sam­an. Scorsese lét á end­an­um til­leiðast en þá hafði DeN­iro gengið lengi á eft­ir hon­um að gera mynd­ina og tókst að lok­um að sann­færa leik­stjór­ann um að þarna væri merki­leg saga á ferðinni.

Rag­ing Bull vakti líka mikla at­hygli á sín­um tíma fyr­ir listi­lega mynda­töku, lýs­ingu og klipp­ingu. Hand­verkið er óaðfinn­an­legt en gróf­kornótt, mynd­in var tek­in upp í svart­hvítu og fræg er tákn­ræn upp­hafs­sen­an þar sem DeN­iro dans­ar í „slow moti­on“ um hne­fa­leika­hring­inn í sloppi og með hettu á höfði, and­litið hulið skugga og áhorf­end­ur virða þokka­fullt og hættu­legt dýrið fyr­ir sér.  Rag­ing Bull hef­ur enn þá, 40 árum eft­ir frum­sýn­ingu, bæði list­ræna vigt og frá­sagn­ar­leg­an slag­kraft. Hlusta má á hlaðvarpið hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Náinn vinur eða maki gæti fundið til öfundar gagnvart þér. Eitthvað tengt fjölskyldunni kemur þægilega á óvart og gæti haft áhrif á næstu mánuði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Náinn vinur eða maki gæti fundið til öfundar gagnvart þér. Eitthvað tengt fjölskyldunni kemur þægilega á óvart og gæti haft áhrif á næstu mánuði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir