Fertugt naut í flagi

Robert DeNiro í hlutverki Jake LaMotta eftir að hafa bætt …
Robert DeNiro í hlutverki Jake LaMotta eftir að hafa bætt einum 30 kg á sig fyrir kvikmyndina Raging Bull.

Rag­ing Bull, kvik­mynd Mart­ins Scorseses um hne­fa­leika­mann­inn og skít­seiðið Jake LaMotta, er orðin 40 ára og af því til­efni er hún tek­in til kost­anna í kvik­mynda­hlaðvarp­inu BÍÓ. Eyja Orra­dótt­ir kvik­mynda­fræðing­ur er gest­ur þeirra Helga og Þórodds að þessu sinni en mynd­in var meðal „gaur­amynda“ í rit­gerð sem hún skrifaði í kvik­mynda­fræði í Há­skóla Íslands.

Er henn­ar einkum minnst fyr­ir magnaða frammistöðu Roberts DeN­iros í hlut­verki LaMotta, milli­vigt­ar­hne­fa­leika­manns­ins sem var eins og naut í flagi, inn­an hrings sem utan.
DeN­iro kom sér í gíf­ur­lega gott hne­fa­leika­form og fitaði sig svo um ein 30 kíló­grömm til að geta leikið LaMotta eft­ir að box­ara­ferl­in­um lauk, ak­feit­an, einmana og drykk­felld­an. 


Rag­ing Bull var frum­sýnd árið 1980 og seg­ir sag­an að Scorsese hafi verið treg­ur til að gera hana og hafnað því árum sam­an. Scorsese lét á end­an­um til­leiðast en þá hafði DeN­iro gengið lengi á eft­ir hon­um að gera mynd­ina og tókst að lok­um að sann­færa leik­stjór­ann um að þarna væri merki­leg saga á ferðinni.

Rag­ing Bull vakti líka mikla at­hygli á sín­um tíma fyr­ir listi­lega mynda­töku, lýs­ingu og klipp­ingu. Hand­verkið er óaðfinn­an­legt en gróf­kornótt, mynd­in var tek­in upp í svart­hvítu og fræg er tákn­ræn upp­hafs­sen­an þar sem DeN­iro dans­ar í „slow moti­on“ um hne­fa­leika­hring­inn í sloppi og með hettu á höfði, and­litið hulið skugga og áhorf­end­ur virða þokka­fullt og hættu­legt dýrið fyr­ir sér.  Rag­ing Bull hef­ur enn þá, 40 árum eft­ir frum­sýn­ingu, bæði list­ræna vigt og frá­sagn­ar­leg­an slag­kraft. Hlusta má á hlaðvarpið hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vináttan er ekki bara að þiggja af öðrum heldur líka að gefa af sjálfum sér. Láttu það eftir þér að gefa vini fáein gullkorn til að fara eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vináttan er ekki bara að þiggja af öðrum heldur líka að gefa af sjálfum sér. Láttu það eftir þér að gefa vini fáein gullkorn til að fara eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar