Kristján ákærður: Á óuppgerða fortíð

Kristján Einar Sigurbjörnsson svaraði fyrir sig á Instagram.
Kristján Einar Sigurbjörnsson svaraði fyrir sig á Instagram. Skjáskot/Instagram

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son svaraði frétt DV sem fjall­ar um fortíð hans á in­sta­gramsíðu sinni. Í frétt DV var greint frá ákæru á hend­ur hon­um auk þess sem fjallað var um dóm sem Kristján hlaut í fyrra. Kristján er ósátt­ur við hvernig kær­asta hans Svala Björg­vins­dótt­ir og fortíð hans er dreg­in inn í umræðuna. 

„Ég er ósköp venju­leg­ur maður. Ég á barn. Ég vinn sem sjó­maður. Ég á mína fortíð sem að hluta er óupp­gerð. Ég kynnt­ist stúlku. Stúlk­an varð kær­asta mín. Kær­asta mín er far­sæll listamaður og verk henn­ar vekja áhuga. Fjöl­miðlar fjalla um hana og það sem hún ger­ir. Ég á því ekki venj­ast og mín verk hafa til þess dags ekki vakið at­hygli fjöl­miðla eða flestra þeirra sem þetta lesa. Það hef­ur breyst,“ skrif­ar Kristján og vís­ar í kjöl­farið til frétt­ar á vef DV þar sem er vak­in at­hygli á ákæru á hend­ur hon­um og fyrri brot­um. 

„Fortíð mín eru ekki frétt­ir fyr­ir kær­ustu mína eða fjöl­skyldu henn­ar. Um hana vita þau og um fortíð mína hef ég verið op­inn þeim sem hún skipt­ir.“

Kristján seg­ist síðan vera að vinna í sjálf­um sér. 

„Ég hef mark­visst unnið í sjálf­um mér og náð ár­angri. Ég er ekki kom­inn á leiðar­enda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut dóm á síðasta ári. Ég undi ekki niður­stöðu þess dóms og hef áfrýjað hon­um til Lands­rétt­ar. Þeirr­ar niður­stöðu bíð ég. Af til­lits­semi við aðila læt ég vera að fjalla sér­stak­lega um málið. Þeir sem áhuga hafa á því geta kynnt sér málið og um leið varn­ir mín­ar.“

Kristján seg­ist ekki fela fortíð sína en lýs­ir yfir von­brigðum með nálg­un og fram­setn­ingu blaðamanns DV og seg­ir frétt­ina ónær­gætna. 

Á vef DV kem­ur fram að Kristján sé ákærður fyr­ir að hóta lög­reglu­mönn­um líf­láti í des­em­ber í fyrra. Er Kristján ákærður fyr­ir að ger­ast brot­leg­ur við 106. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga.

Í des­em­ber í fyrra var Kristján dæmd­ur í þriggja mánaða fang­elsi sem var skil­orðsbundið til eins árs. Hann var þá dæmd­ur fyr­ir lík­ams­árás, vörslu á fíkni­efn­um og fyr­ir vopna­laga­brot. 

Hér fyr­ir neðan má lesa text­ann sem Kristján birti á In­sta­gram í heild sinni.

Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú ert skapandi og skemmtilegur og átt auðvelt með að kenna öðrum eitt og annað. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú ert skapandi og skemmtilegur og átt auðvelt með að kenna öðrum eitt og annað. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir