Sigmundur Davíð notaði Hagkaupspoka sem skólatösku

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins greinir frá því að hann hafi notað plastpoka sem skólatösku og það hafi verið svo gott í Hagkaupspokanum að hann hafi dugað í heilt ár. 

„Nýja „frjálslyndið“ heldur áfram. Nú er búið að banna plastpoka og fyrirtæki sem áttu birgðir af því sem fyrir áramót þótti sjálfsagður hlutur þurfa nú að farga pokunum eða láta þá hverfa með einhverjum hætti. Þetta mun gert til að draga úr plastmengun í hafi.

Ég notaði jafnan plastpoka sem skólatösku á háskólaárunum og var stundum hafður að háði og spotti fyrir vikið. Það var vegna þess að pokarnir þóttu hallærislegir, ekki vegna þess að ég væri grunaður um að ætla að henda þeim í sjóinn. En þeir voru praktískir,“ segir hann á facebooksíðu sinni. 

Hann bendir á að það þurfi að hugsa plastpokanotkun í heild sinni og bendir á að bómullarpokar séu ekki sérlega umhverfisvænir. 

„Venjulegur plastpoki úr verslun vegur um 5,5 grömm en getur hæglega borið meira en 10 kíló. Framleiðsla bómullarpoka losar hátt í 200 sinnum meira af gróðurhúsalofttegundum og þá er gert ráð fyrir að plastpokinn sé bara notaður einu sinni.

Ég átti Hagkaupspoka sem nýttist mér í rúmlega ár.

Er mikið um að Íslendingar hendi plastpokum í sjóinn? Varla. Auk þess halda pokarnir utan um sorp og koma í veg fyrir að það fjúki í sjóinn.

Má ekki fara að líta á heildarmyndina í umhverfismálum?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka