Skrá sig á Only Fans til að létta róðurinn

Hin venesúelska Valery Lopez skráði sig á forrið Only Fans til að hafa í sig og á í kreppunni í Venesúela. Lopez bjó við mikla fátækt og vildi helst af öllu flytja burt frá Venesúela. Nú sér hún enga þörf á því. 

„Mig langaði mjög mikið að fara, því líf mitt var ekki gott. Núna vil ég áfram búa í Venesúela og þakka Only Fans fyrir það,“ sagði Lopez í viðtali við AFP. Only Fans er forrit þar sem fólki býðst að selja myndir og myndbönd af sér. Forritið hefur verið á mikill siglingu síðastliðið árið, og þá sérstaklega í heimsfaraldrinum.

Það sem heillaði Lopez hvað mest við Only Fans var að forritið tekur aðeins 20% af tekjum hennar sem er töluvert lægra en á mörgum slíkum forritum. 

„Ég get borgað tannlæknareikninginn minn og keypt föt. Hver annar er með 500-1.000 bandaríkjadali í tekjur á mánuði núna? Enginn?“ segir Lopez. 

Lopez er alls með rúmlega 50 áskrifendur að rásinni sinni og allir borga þeir um 10 bandaríkjadali á mánuði fyrir myndir og myndbönd af henni. 

Efnahagsástandið í Venesúela er mjög slæmt en þar í landi er mesta verðbólga á heimsvísu og hefur efnahagskreppa varað í landinu í 7 ár. Síðan 2015 hafa 5 milljónir manns flúið landið vegna efnahagsástandsins. 

Lopez er ekki sú eina sem hefur getað séð fyrir sér með Only Fans síðastliðna mánuði en fjöldi kvenna selur nú nektarmyndir og myndbönd af sér með þessum hætti í Venesúela. 

Á heimsvísu eru alls 90 milljón áskrifendur á Only Fans og ein milljón efnisframleiðenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup