Elton John fékk Beckham til að hætta

Victoria Beckham tók djarfa ákvörðun þegar hún ákvað að hætta …
Victoria Beckham tók djarfa ákvörðun þegar hún ákvað að hætta sem söngkona. mbl.is/AFP

Victoria Beckham, fatahönnuður og fyrrverandi kryddpía, áttaði sig á að hún ætti líklega ekki að gera tónlist að ævistarfi þegar hún var á tónleikum Eltons Johns. Frú Beckham greinir frá þessu í bréfi sem hún skrifar til Victoriu Beckham framtíðarinnar á vef breska Vogue. 

Kryddpían rifjaði upp þegar hún horfði á Elton John, sem er góður vinur hennar, flytja lagið Tiny Dancer á sviði í Las Vegas. Hún segir að það hafi verið eins og súrefni fyrir tónlistarmanninn. Þessi stund breytti lífi hennar. 

„Þótt þér fyndist skemmtilegt að dansa og syngja var það ekki ástríða þín. Á þessum degi hófst leið þín að því að uppgötva þína eigin drauma. Það var kominn tími til að hætta að vera Kryddpía,“ skrifaði Beckham. Hún sagði það hafa verið ógnvekjandi að halda út í óvissuna, að loka kafla sem skilgreindi hana og uppgötva sjálfa sig upp á nýtt.

Elton John.
Elton John. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson