Vandræðalegustu augnablik Trump-hjónanna

Melania Trump er sögð vera reið út í Donald Trump.
Melania Trump er sögð vera reið út í Donald Trump. AFP

Donald Trump lét af störfum sem forseti Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Samskipti hans og eiginkonu hans, Melaniu Trump, hafa ekki síður verið á milli tannanna á fólki en stjórnmálaskoðanir hans enda oft og tíðum vandræðaleg. Hér eru nokkur eftirminnileg atvik rifjuð upp. 

Páskaeggjaleit 2017

Donald Trump var nýtekinn við forsetaembættinu árið 2017 þegar árleg páskaeggjaleit fór fram. Eiginkona hans þurfti að hnippa í hann og minna hann á að leggja lófann á brjóst sér þegar þjóðsöngurinn var spilaður. 

Heimsókn í Ísrael

Vorið 2019 fóru Trump-hjónin í opinbera heimsókn til Ísraels. Eins og sjá má á mynd­band­inu hér að neðan teygði Don­ald Trump sig til Mel­aniu en for­setafrú­in var ekki á þeim bux­un­um að láta leiða sig svo hún sló til hans.

Ýtti Melaniu út af sviðinu

Haustið 2019 kynnti Melania eiginmann sinn til leiks í Maryland. For­set­inn þakkaði henni kynn­ing­una með því að taka í hönd­ina á henni og ýta henni ákveðið út af sviðinu.

Donald Trump og Melania Trump.
Donald Trump og Melania Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir