Selur sögulegt verk sem hún keypti með Pitt

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. AFP

Sögulegt málverk eftir Winston Churchill fer á uppboð í mars. Myndin er í eigu leikkonunnar Angelinu Jolie en Jolie keypti myndina á meðan hún var í sambandi með eikaranum Brad Pitt. Málverkið er talið fara á allt að 3,4 milljónir bandaríkjadala.

Málverkið Tower of the Koutoubia Mosque málaði breski forsætisráðherrann í seinni heimsstyrjöldinni að því er fram kemur á vef Yahoo. Er þetta talið vera eina verkið sem hann málaði á þessu tímabili en Churchill var afkastamikill áhugamálari. Churchill gaf bandaríska forsetanum Franklin D. Roosevelt málverkið að gjöf eftir Casablanca-fundinn árið 1943. 

Málverkið er eitt það merkasta af málverkum Churchills að sögn umsjónarmanns breskrar listar hjá uppboðshúsinu Christie. Þá eru ekki taldir með seinni tíma eigendur. 

Sonur Roosevelts seldi málverkið eftir að faðir hans lést árið 1945. Nokkrir áttu það áður en Jolie og Pitt keyptu það 2011. Pitt og Jolie gengu formlega í hjónaband 2014 og tilkynntu skilnað 2016. Listaverkið er nú hluti af fjölskyldusafni Jolie. Hjónin fyrrverandi standa enn í deilum og þar á meðal vegna skiptingar eigna. Fjöldi verðmætra listaverka er þar á meðal.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka