Buxnapils hefur sig til flugs

Kristen Wiig leikur líka hina fölu Fröken vondu í Barb …
Kristen Wiig leikur líka hina fölu Fröken vondu í Barb og Star skreppa til Vista del Mar.

„Barb og Star skreppa til Vista del Mar hefst á svört­um skjá með orðabók­ar­skýr­ingu á enska orðinu cu­lottes, sem er eins kon­ar buxna­pils (útvíðar og hnésíðar bux­ur sem líkj­ast pilsi). Tvær slík­ar lit­rík­ar flík­ur (en áhorf­end­ur kom­ast að óvænt­um eig­in­leik­um þeirra fyrr en var­ir) prýða furðu list­rænt og smekk­legt vegg­spjald mynd­ar­inn­ar við Laug­ar­ás­bíó en þær lýsa vel sér­stæðum per­sónu­leika titil­per­són­anna,“ seg­ir í upp­hafi rýni um gam­an­mynd­ina um sér­kenni­lega vin­kon­ur sem Annie Mu­molo og Kristen Wiig leika, frá­skild­ar kon­ur á fimmtu­dags­aldri frá bæn­um Soft Rock í Nebraska­ríki.

Þær halda í frí til Flórída á stað sem nefn­ist Vista del Mar en frá­sögn­in hefst þó með djöf­ul­legu ráðabruggi ill­menn­is­ins Frök­en vondu sem er fann­hvít á hör­und með svart­an stall og al­hvít klæði og ætl­ar sér að drepa alla í Vista del Mar. Helsti lepp­ur henn­ar er rjóma­dreng­ur­inn Ed­g­ar sem dreym­ir um að vera op­in­ber­lega „á föstu“ með Frök­en vondu, skrif­ar gagn­rýn­andi.

„Jamie Dorn­an, sem lék titil­greyið í Fimm­tíu grá­um skugg­um, er skemmti­legt val í hlut­verkið og sýn­ir á sér spaugi­lega hlið og fær skemmti­legt tón­list­ar­atriði í „Lonely Is­land“-stíl. Þrátt fyr­ir syk­ur­húðað yf­ir­borð er snúður­inn sá með sjálfs­mynd­ar­vanda og þarfn­ast ást­ar og viður­kenn­ing­ar. Til að sinna er­indi drottn­ara síns fer Ed­g­ar suður með sjó og hitt­ir óvænt fyr­ir sprell­ar­ana Barb og Star á hót­el­barn­um. Morg­un­inn eft­ir stjórn­laust fylle­rí og al­sælu (en dóp og drykk­ir eru einatt gleðiefni í am­er­ísku gríni af SNL-arf­leifðinni og hluti af meðal­inu) mynd­ar þríeykið sjón­ræna sam­loku á rekkj­unni. Seinna sama dag geta stöll­urn­ar ekki viður­kennt hvor fyr­ir ann­arri að hug­ur þeirra leiti til kapp­ans knáa og gera mikl­ar ráðstaf­an­ir til að leyna fyr­ir­ætl­un­um sín­um. Báðar banka upp á og eiga stefnu­mót með karli sama kvöld, án þess að hin viti af. Upp­hefst mikið leyni­makk þeirra á milli en hvor um sig upp­götv­ar nýja spenn­andi hluti og er þetta skemmti­leg­asti þráður mynd­ar­inn­ar. Sögn henn­ar er lík­lega sú að heiðarleiki sé kjarn­inn í vináttu­sam­bönd­um en ekki sé síður mik­il­vægt að vera sjálf­stæður og gefa öðrum and­rými endr­um og eins,“ seg­ir í gagn­rýn­inni 

Um þær Barb og Star skrif­ar rýn­ir, Gunn­ar Ragn­ars­son, að per­són­urn­ar séu lang­líf­ur einka­húm­or sem loks hafi verið fund­inn far­veg­ur. „Þetta nost­ur skil­ar af sér ein­stök­um týp­um og vina­sam­bandi. Sam­leik­ur þeirra Mu­molo og Wiig er frá­bær og er líkt og þær hafi verið samofn­ar frá fæðingu,“ skrif­ar hann. Gunn­ar ræðir við Helga Snæ Sig­urðsson, blaðamann og kvik­mynda­gagn­rýn­anda, í nýj­asta þætti kvik­mynda­hlaðvarps­ins BÍÓ sem finna má her fyr­ir neðan. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Truflanir ná meira tangarhaldi á manni þegar maður veit ekki hvert maður er að fara. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Truflanir ná meira tangarhaldi á manni þegar maður veit ekki hvert maður er að fara. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.