Út í hið óþekkta

Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan úr Hatara í viðtali …
Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan úr Hatara í viðtali við Newstalk frá Írlandi í Tel Aviv árið 2019. Eggert Jóhannesson

Heim­ild­ar­mynd­in A Song Cal­led Hate verður frum­sýnd með viðhöfn á morg­un, 25. fe­brú­ar en í henni seg­ir af list­hópn­um Hat­ara og þátt­töku hans í Eurovisi­on árið 2019 þar sem liðsmenn veifuðu eft­ir­minni­lega borða með fána Palestínu að lok­inni keppni.

Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar er Anna Hild­ur Hildi­brands­dótt­ir og er þetta fyrsta heim­ild­ar­mynd henn­ar í fullri lengd en hún rek­ur kvik­mynda­fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Tattarrattat.

Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Anna Hild­ur Hildi­brands­dótt­ir Ljós­mynd/​Rut Sig­urðardótt­ir


Anna fram­leiddi sjón­varpsþætt­ina Trúnó fyr­ir Sjón­varp Sím­ans, átta viðtals­heim­ild­arþætti við tón­listar­fólk og seg­ist hún vera með þrjú önn­ur verk í þróun og vinnslu. „En verk­efnið sem varð til þess að ég setti upp þetta fyr­ir­tæki var verk­efni sem ég fékk hug­mynd­ina að þegar ég var að vinna fyr­ir NOMEX, var að gera stutt­mynda­safn frá öll­um Norður­lönd­un­um þar sem tón­list­armaður og kvik­mynda­gerðarmaður myndu vinna sam­an að og þróa sam­eig­in­lega hug­mynd að stutt­mynd. Þetta er ég að gera með vina­fólki mínu sem heita Iain For­syth og Jane Poll­ard og eru kannski þekkt­ust fyr­ir að hafa verið leik­stjór­arn­ir að 20.000 Days on Earth,“ seg­ir Anna en í þeirri mynd er for­vitni­legu ljósi varpað á tón­list­ar­mann­inn Nick Cave.

Gæti orðið spenn­andi 

Þau hafi þá stofnað fyr­ir­tækið Tattarrattat sem er með bækistöðvar í London. ,,Ég ætlaði að klára þessa mynd á einu ári en þurfti að læra að fjár­mögn­un á kvik­mynd gæti tekið lengri tíma,“ seg­ir Anna og á þar við stutt­mynda­safnið Nordic Trips. Hún er líka að fram­leiða mynd um rokkömm­una Andr­eu Jóns­dótt­ur og aðra tón­list­artengda sem hún seg­ist ekki mega segja frá að svo stöddu. Og svo var það mynd­in um Hat­ara. „Ég bara kveikti á því þegar þeir sendu inn þetta lag að þetta gæti orðið spenn­andi heim­ild­ar­mynd,“ seg­ir Anna.

„Ég var búin að fylgj­ast með þeim frá 2016 og þekkti aðeins til þeirra en ég held að ég hafi orðið jafn­hissa og all­ir aðrir þegar þeir skutluðu lagi inn í Söngv­akeppn­ina hérna á Íslandi en ég hugsaði strax að þetta gæti kannski orðið góð heim­ild­ar­mynd. Ég man að ég talaði við Iain og Jane um þetta og sagði að ef þau vinna á Íslandi og ef þau fara út gæti þetta orðið eitt­hvað sem spenn­andi væri að fylgj­ast með,“ seg­ir Anna.

Tek­ur því sem að hönd­um ber

Hún byrjaði að fylgja hópn­um í byrj­un mars 2019 þegar úr­slita­kvöldið í Söngv­akeppn­inni fór fram og var þá með fá­mennt tök­ulið og tók viðtöl við alla liðsmenn Hat­ara. „Við gerðum stutt­an sjón­varpsþátt sem byggði á því, þetta voru prufu- og heim­ild­ar­tök­ur hjá okk­ur og ég var viðstödd þegar þeir unnu,“ seg­ir Anna og að í fram­haldi hafi hún tengt Hat­ara við vini sína í London sem þekktu palestínska tón­list­ar­mann­inn Bash­ar Murad sem vann síðar með Hat­ara en Murad er mik­ill bar­áttumaður fyr­ir rétt­ind­um LGBT+ fólks í Mið-Aust­ur­lönd­um. 

„Þegar maður fer í svona verk­efni og fer al­veg út í það óþekkta og al­gjör­lega út fyr­ir þann kassa sem maður þekk­ir er það ein­hvern veg­inn, í mínu til­viki, bara ákvörðun. Maður er bara kom­inn í verk­efni, vakn­ar á morgn­ana og tek­ur því sem að hönd­um ber og klár­ar verkið. Þannig að ég held að ég hafi ekki haft tíma til að hugsa um hvernig taug­arn­ar höfðu það fyrr en kannski eft­ir að ég kom heim aft­ur,“ svar­ar Anna kím­in.

Viðtalið við Önnu má hlusta á í heild sinni í kvik­mynda­hlaðvarp­inu BÍÓ hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Horfurnar í fjármálum batna þegar þú leysir verkefni sem enginn annar getur. Ekkert liggur á og það eru margir fiskar í sjónum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Horfurnar í fjármálum batna þegar þú leysir verkefni sem enginn annar getur. Ekkert liggur á og það eru margir fiskar í sjónum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir