Tvíeyki myndlistarmaður ársins

Frá vinstri Libia Castro, Ólafur Ólafsson, Kristín Jónsdóttir og Una …
Frá vinstri Libia Castro, Ólafur Ólafsson, Kristín Jónsdóttir og Una Björg Magnúsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensku mynd­list­ar­verðlaun­in voru af­hent í gær í Lista­safni Íslands af mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, Lilju Al­freðsdótt­ur, en mark­miðið með þeim er að heiðra ís­lenska mynd­list­ar­menn eða aðra mynd­list­ar­menn sem bú­sett­ir eru á Íslandi og vekja at­hygli á því sem vel er gert jafn­framt því að hvetja til nýrr­ar list­sköp­un­ar, eins og því er lýst í til­kynn­ingu.

Veitt­ar voru tvær viður­kenn­ing­ar og verðlaun í tveim­ur flokk­um, þ.e. mynd­list­armaður árs­ins, hvatn­ing­ar­verðlaun, heiður­sviður­kenn­ing fyr­ir út­gefið efni, sem er ný viður­kenn­ing, og loks heiður­sviður­kenn­ing til handa lista­manni.

Mynd­list­art­víeykið Li­bia Castro og Ólaf­ur Ólafs­son hlaut Íslensku mynd­list­ar­verðlaun­in í ár fyr­ir verkið „Í leit að töfr­um – Til­laga að nýrri stjórn­ar­skrá fyr­ir lýðveldið Ísland“; heiður­sverðlaun hlaut Krist­ín Jóns­dótt­ir frá Munkaþverá; ritröð Lista­safns Reykja­vík­ur hlaut viður­kenn­ingu fyr­ir út­gáfu og Una Björg Magnús­dótt­ir hlaut Hvatn­ing­ar­verðlaun árs­ins fyr­ir sýn­ing­una Mann­fjöldi hverf­ur spor­laust um stund í D-sal Lista­safns Reykja­vík­ur í Hafn­ar­húsi.

Mynd­list­ar­ráð tek­ur ákvörðun um hverj­ir hljóta viður­kenn­ing­ar en í ráðinu sit­ur full­trúi frá mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu, Lista­safni Íslands og List­fræðafé­lagi Íslands ásamt tveim­ur full­trú­um Sam­bands ís­lenskra mynd­list­ar­manna.

Áræðið og út­hugsað

Verk Li­biu og Ólafs, „Í leit að töfr­um – Til­laga að nýrri stjórn­ar­skrá fyr­ir lýðveldið Ísland“, var sýnt í Lista­safni Reykja­vík­ur, Hafn­ar­húsi og á göt­um úti við Stjórn­ar­ráðið og við Alþing­is­húsið 3. októ­ber í fyrra í sam­starfi við tón­list­ar- og mynd­list­ar­hátíðina Cycle og Lista­hátíð í Reykja­vík. Í um­sögn dóm­nefnd­ar seg­ir að tví­eykið hafi sviðsett, í sam­vinnu við Töfrat­eymið, stór­an mynd­list­ar­viðburð sem sé fjölradda tón­list­ar- og mynd­list­ar­gjörn­ing­ur við 114 grein­ar nýrr­ar stjórn­ar­skrár Íslands sem kosið hafi verið um í októ­ber 2012. Ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðsla fór fram 20. októ­ber það ár og taldi meiri­hluti þeirra sem greiddu at­kvæði að leggja ætti til­lög­ur stjórn­lagaráðs til grund­vall­ar frum­varpi að nýrri stjórn­ar­skrá. Seg­ir í um­sögn­inni að þar hafi farið „áræðið og út­hugsað þátt­töku­verk sem varpi ljósi á mátt list­ar­inn­ar og efni til umræðu um sjálf­an grunn sam­fé­lags­sátt­mál­ans“. „List­in og töfr­arn­ir geta leyst okk­ur úr álög­um og hvatt okk­ur til þess að taka þátt. Tví­eykið vill heyra radd­irn­ar, okk­ar allra sem lif­um í lýðræðis­legu fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi og skapa til þess list­ræn­an vett­vang,“ seg­ir þar og að verkið sé ákall um aðgerðir og vandað tón­list­ar- og mynd­list­ar­verk sem snerti marga inn­an lista sem utan.

Ákall eft­ir nýrri stjórn­ar­skrá hef­ur verið áber­andi til hin síðustu ár og spurn­ing­in „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ birst víða um borg. Ólaf­ur og Li­bia klædd­ust í gær flík­um með áletr­un­um svipaðs efn­is. „Við vilj­um nýju stjórn­ar­skrána í gagnið sem fyrst, takk“ stóð á stutterma­bol Li­biu og blaðamaður freistaði þess að fá svar frá Ólafi við spurn­ing­unni kunnu um hvar nýja stjórn­ar­skrá­in væri. „Hún var skrifuð árið 2011 og samþykkt í þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 2012 og því máli hef­ur ekki verið op­in­ber­lega lokið og þar af leiðandi er það opið. Það hef­ur ekki verið rök­stutt op­in­ber­lega af hverju ekki sé hægt að fara að ósk kjós­enda í þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“ svar­ar Ólaf­ur sem af­henti mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra texta nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar í gær þegar þau Li­bia tóku við verðlaun­un­um.

Ólaf­ur seg­ir að spurn­ing­in um hvar nýja stjórn­ar­skrá­in sé end­ur­spegli þá þögg­un og höfn­un sem ríki um málið. Hann er spurður að því hvort boðskap­ur list­ar­inn­ar sé þeim Li­biu mik­il­væg­ari en fag­ur­fræðin og seg­ir hann svo ekki vera. Þetta tvennt renni sam­an og lista­menn sæki í um­fjöll­un­ar- og yrk­is­efni sem séu þeim mik­il­væg og feg­urðin auðvitað af­stæð. Li­bia seg­ir að í mynd­list sé ekki hægt að skilja fag­ur­fræðina frá inni­haldi verks­ins. „Fag­ur­fræðin er líka far­ar­tækið og tungu­málið sem verður til út frá hinni list­rænu til­raun,“ bend­ir hún á. Þá byggi fag­ur­fræðin líka á mynd­list­ar­sög­unni, því sem á und­an hef­ur komið.

Siðferðileg álita­mál

Um heiður­sviður­kenn­ing­ar­haf­ann Krist­ínu Jóns­dótt­ur frá Munkaþverá seg­ir í um­sögn dóm­nefnd­ar að með íhug­ul­um verk­um sín­um hafi hún vakið okk­ur til um­hugs­un­ar um siðferðileg álita­mál í fortíð og nútíð og beint sjón­um okk­ar að tím­an­um, hverf­ul­leik­an­um, viðkvæmri nátt­úru lands­ins og tján­ing­ar­ríku tungu­mál­inu. Auk þess hafi Krist­ín fært menn­ing­ar­sögu­lega mik­il­væg­an efnivið, ´ís­lensku ull­ina, inn í sam­tíma­list­ina og sýnt fram á hví­lík­an fjár­sjóð þjóðin eigi í henni. Krist­ín hef­ur verið virk­ur fé­lagi í Tex­tíl­fé­lag­inu og var brautryðjandi hér á landi við gerð verka úr þæfðri ull.

Krist­ín fædd­ist að Munkaþverá í Eyjaf­irði árið 1933 og seg­ist hafa ákveðið að kenna sig við heima­bæ­inn eft­ir að hún hélt sýn­ingu og áttaði sig á því að fólk ruglaði henni sam­an við al­nöfnu henn­ar, þekkta mynd­list­ar­konu. Krist­ín er enn að í list­inni og seg­ist nú vera að finna til og raða upp göml­um verk­um og ákveða hvað gera eigi við þau. Vinnu­stof­an sé orðin svo full af verk­um að hún þurfi að vinna við borðstofu­borðið. Í þakk­arræðu sinni sagði Krist­ín frá því þegar hún til­kynnti for­eldr­um sín­um að hún ætlaði í mynd­list­ar­nám og átti þá eitt ár eft­ir í stúd­ents­próf. For­eldr­un­um leist held­ur illa á þessa ákvörðun en Krist­ín seg­ist aldrei hafa séð eft­ir því að hafa helgað sig mynd­list­inni.

Heim­ur blekk­inga heill­ar

Una Björg Magnús­dótt­ir hlaut Hvatn­ing­ar­verðlaun árs­ins fyr­ir sýn­ing­una Mann­fjöldi hverf­ur spor­laust um stund í Lista­safni Reykja­vík­ur, Hafn­ar­húsi. Una er fædd árið 1990, lauk BA-gráðu í mynd­list við Lista­há­skóla Íslands 2014 og stundaði síðar MA- nám í mynd­list við École cant­onale d'­art de Laus­anne í Sviss þaðan sem hún út­skrifaðist 2018. Í um­sögn dóm­nefnd­ar seg­ir að sýn­ing­in Mann­fjöldi hverf­ur spor­laust um stund setji fram heill­andi en jafn­framt af­hjúp­andi sjón­arspil blekk­inga er veki spennu og undr­un í ófyr­ir­sjá­an­legri at­b­urðarás.

„Í rým­inu blas­ir við form­fag­ur skáp­ur eft­ir heil­um vegg, en á móts við hann er stór mynd í gyllt­um ramma þar sem sveigður penni teikn­ar í átt að polli. Hann er hvort tveggja kunn­ug­leg­ur og óþægi­lega óraun­veru­leg­ur. Úr miðju langa skáps­ins rís hægt og ró­lega sjón­varps­skjár sem staðnæm­ist. Á hon­um kvikn­ar óend­an­leg víðátta, flögrandi skýja­hnoðrar fyr­ir fram­an al­heim­inn. Und­ir him­in­hvolf­inu er magnþrung­in kyrrð. Hendi er veifað og fingr­um smellt fyr­ir fram­an ský­in og þau hverfa, skjár­inn er dauður og fer að síga hægt niður í skáp­inn. Yf­ir­borð skáps­ins er plast­kennt og á hon­um er kæru­leys­is­legt far eft­ir kaffi­bolla og lyklakippu jafn óþægi­lega óraun­veru­leg og penn­inn á mynd­inni. Allt er ná­kvæm­lega á sín­um stað í tóma­rúm­inu sem and­ar og skap­ar eft­ir­vænt­ingu um að skjár­inn rísi að nýju. Heim­ur blekk­inga heill­ar jafn­vel þótt hann sé af­hjúpaður,“ seg­ir í um­sögn­inni en tit­ill sýn­ing­ar­inn­ar er feng­inn að láni frá sjón­hverf­ing­ar­mann­in­um Dav­id Copp­erfield sem lét fólk hverfa spor­laust á sviði í Las Vegas.

Ein­stakt og mik­ill heiður

Una hef­ur áður hlotið verðlaun fyr­ir list­sköp­un sína, á meðan hún var í námi í Sviss og hún er spurð að því hvernig til­finn­ing það sé að hljóta Hvatn­ing­ar­verðlaun Íslensku mynd­list­ar­verðlaun­anna. Hún seg­ist fyll­ast mik­illi auðmýkt. „Það eru svo marg­ir frá­bær­ir mynd­list­ar­menn á Íslandi og það er ein­stakt og mik­ill heiður að fá að standa með þess­um lista­mönn­um,“ seg­ir Una.

Tit­ill sýn­ing­ar henn­ar í D-sal í fyrra er sótt­ur í sjón­hverf­ing­ar Dav­ids Copp­erfield, sem fyrr seg­ir, og hún er spurð að því hvort hún hafi sér­stak­an áhuga á töfra­brögðum. „Já ... af því það eru alltaf tvær hliðar á per­form­ans­in­um og báðar eru jafná­huga­verðar,“ svar­ar hún. Þess­ar tvær hliðar komi fram í list­sköp­un henn­ar, meðvitað og ómeðvitað.

En hvað er næst á dag­skrá? Er sýn­ing á dag­skránni? „Von­andi sam­sýn­ing í Aþenu. Kling og Bang er að skipu­leggja að senda 18 ís­lenska mynd­list­ar­menn til Aþenu að vinna þar,“ svar­ar Una. Hvers vegna til Aþenu? „Af því að í Aþenu er álíka öfl­ugt mynd­list­ar­sam­fé­lag og hér, rekið af mynd­list­ar­mönn­um af þraut­seigju og hug­sjón þar sem mynd­list­in skipt­ir mestu máli,“ svar­ar Una.

Hún seg­ir að lok­um mik­il­vægt að fram komi að þótt ís­lenskt sam­fé­lag sé lítið sé mynd­list­ar­sam­fé­lagið öfl­ugt en mætti gera sér bet­ur ljóst að hér hafi byggst upp fjöl­menn­ing. „Við verðum að horfa til allra og end­ur­spegla það og ég held að mynd­list sé akkúrat fagið til þess,“ seg­ir hún.

Metnaðarfull út­gáfa

Mynd­list­ar­ráð veitti ritröð Lista­safns Reykja­vík­ur viður­kenn­ingu fyr­ir út­gáfu sem fylg­ir yf­ir­lits­sýn­ing­um á Kjar­vals­stöðum á verk­um mynd­list­ar­manna á miðjum ferli. „Þegar hafa verið haldn­ar fjór­ar yf­ir­lits­sýn­ing­ar í þess­ari sýn­ingaröð og hef­ur hverri sýn­ingu fylgt bók sem jafn­framt er sýn­ing­ar­skrá. Metnaður er lagður í út­gáf­una, sem er bæði á ís­lensku og ensku. Í hverri bók er að finna mynd­ir af verk­um lista­manns­ins ásamt vönduðum grein­um fræðafólks og lista­manns­ins sjálfs – sem dýpk­ar skiln­ing á höf­unda­verki lista­manns­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu og að í skrif­um Lista­safns Reykja­vík­ur segi að sýn­ing­arn­ar séu hluti af viðleitni safns­ins til að skrá og greina ís­lenska lista­sögu í gegn­um veg­leg­ar sýn­ing­ar og út­gáfu. „Safnið hef­ur valið lista­menn sem á heil­steypt­um ferli sín­um hafa skilað markverðu fram­lagi til þró­un­ar ís­lenskr­ar mynd­list­ar,“ seg­ir þar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þýðir ekkert fyrir þig að öskra til að ná eyrum annarra í dag. Reyndu að draga réttar ályktanir og þá ertu á grænni grein.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þýðir ekkert fyrir þig að öskra til að ná eyrum annarra í dag. Reyndu að draga réttar ályktanir og þá ertu á grænni grein.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf