Fáar, fjölbreyttar og frábærar

Úr kvikmyndinn Schwesterlein.
Úr kvikmyndinn Schwesterlein.

Þýsk­ir kvik­mynda­dag­ar hefjast í Bíó Para­dís á föstu­dag, 12. mars, og eru þeir nú haldn­ir í tólfta sinn í sam­starfi við Goet­he-Institut Dä­nem­ark og þýska sendi­ráðið á Íslandi. Dag­arn­ir standa yfir til 21. mars og verða all­ar mynd­ir hátíðar­inn­ar, sex tals­ins, sýnd­ar með ensk­um texta bæði í bíó­inu og á net­leigu þess, Heima­bíó Para­dís. 

Ása Baldursdóttir.
Ása Bald­urs­dótt­ir. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Minna er meira 

Ása Bald­urs­dótt­ir, dag­skrár­stjóri kvik­mynda­húss­ins, seg­ir að hugs­un­in að baki hátíðinni sé, nú sem fyrr, að minna sé meira. Mynd­irn­ar séu sér­stak­lega vald­ar á hátíðina og þær bestu sem komið hafi út af þýsk­um bíó­mynd­um á liðnu ári. „Þetta er okk­ar vörumerki fyr­ir Þýska kvik­mynda­daga, að vera með það besta af ár­inu, fáar mynd­ir og þetta er fjöl­breytt og æðis­legt,“ seg­ir Ása.

Opn­un­ar­mynd­in er stór­mynd, að sögn Ásu, Berl­in Al­ex­and­erplatz eft­ir leik­stjór­ann Bur­h­an Qur­bani. Hand­rit henn­ar er byggt á þekktri og sam­nefndri skáld­sögu Al­freds Döblins og sag­an færð til nú­tím­ans þar sem inn­flytj­andi frá Vest­ur-Afr­íku er aðal­per­sóna. „Hún á heima á hvíta tjald­inu, þetta er mjög kvik­mynda­leg upp­lif­un að sjá þessa karakt­era, þessa sögu og alla þessa mis­mun­andi stíla í kvik­mynda­húsi,“ seg­ir Ása. Qur­bani breyti sög­unni með því að beina sjón­um að inn­flytj­end­um frá Afr­íku í Þýskalandi og blandi auk þess sam­an ólík­um stíl­um kvik­mynda­greina og vísi í þær.

Rætt er við Ásu um Þýska kvik­mynda­daga í nýj­asta þætti kvik­mynda­hlaðvarps­ins BÍÓ hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er um að gera að leyfa barninu í sér að njóta sín. Þú brunar eftir hraðbraut lífsins, staðráðinn í að lenda á ókunnum en spennandi stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er um að gera að leyfa barninu í sér að njóta sín. Þú brunar eftir hraðbraut lífsins, staðráðinn í að lenda á ókunnum en spennandi stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir