Jolie ýjar að heimilisofbeldi

Angelina Jolie ásamt syni sínum Maddox.
Angelina Jolie ásamt syni sínum Maddox.

Ang­el­ina Jolie er til­bú­in að reiða fram gögn sem styðja framb­urð um heim­il­isof­beldi í skilnaðar­máli sínu við Brad Pitt.

Jolie sakaði Pitt um að hafa átt í átök­um við ung­lings­strák þeirra, Maddox, um borð í einkaþotu árið 2016. Heim­ild­ar­menn nærri Pitt hafa alltaf neitað þess­um ásök­un­um.

Sam­kvæmt heim­ild­um The Sun hef­ur Jolie lagt fram skjöl þar sem fram kem­ur að hún sé reiðubú­in að færa fram gögn sem gætu rennt stoðum und­ir þenn­an framb­urð. Í skjöl­un­um minn­ist Jolie ekki með bein­um hætti á að þetta teng­ist Pitt.

Á sín­um tíma var gerð rann­sókn og Brad Pitt var hreinsaður af grun um eitt­hvað mis­jafnt. Nú stytt­ist í rétt­ar­höld þar sem skorið verður úr um for­ræði Pitt og Jolie yfir börn­un­um þeirra og hvernig eign­um verður skipt. Pitt sæk­ist eft­ir sam­eig­in­legu for­ræði en Jolie vill fullt for­ræði. 

Heim­ild­ar­menn nærri Pitt segja að hon­um sé mikið í mun að málið fái far­sæl­an endi, barn­anna vegna, en það reyn­ist mjög erfitt og hann og Jolie séu ósam­mála um næst­um allt.

Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt þegar allt lék …
Ang­el­ina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt þegar allt lék í lyndi. ROBYN BECK
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Hinn eilífi logi í hjartanu (þessi sem lifir handan við tímatakmörk tilverunnar) brennur til að tjá sig. Farðu eftir eigin hyggjuviti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Hinn eilífi logi í hjartanu (þessi sem lifir handan við tímatakmörk tilverunnar) brennur til að tjá sig. Farðu eftir eigin hyggjuviti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver