Margt má læra af kolkrabba

Craig Foster og kolkrabbinn í My Octopus Teacher.
Craig Foster og kolkrabbinn í My Octopus Teacher.

My Octopus Teacher, eða Kolkrabbakennarinn minn, er ein þeirra heimildarmynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna í ár. Í henni segir af Craig nokkrum Foster, heimildarmyndasmiði og náttúruverndarsinna, sem fer að kafa undan ströndum Suður-Afríku, skammt frá Höfðaborg, eftir að hafa lent í kulnun. Í köfunarleiðöngrum sínum tekur Foster eftir litlum kolkrabba sem hegðar sér forvitnilega, býr sér til felubúninga úr skeljum og líkir eftir hreyfingum plantna á sjávarbotninum. Foster fer að fylgjast daglega með kolkrabbanum og honum til mikillar furðu nálgast kolkrabbinn hann og snertir, tengist honum vinaböndum. 

Myndin er til umfjöllunar í nýjasta þætti kvikmyndahlaðvarpsins Bíó sem finna má hér fyrir neðan. Í honum ræðir Helgi Snær Sigurðsson, blaðamaður og kvikmyndarýnir á Morgunblaðinu, við sjávarlíffræðinginn Eddu Elísabetu Magnúsdóttur um myndina og hinn magnaða kolkrabba. Voru þau sammála um að hér væri heillandi heimildarmynd á ferð sem ætti að höfða til allra aldurshópa. 

Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur var meðal þeirra sem reyndu að …
Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur var meðal þeirra sem reyndu að bjarga tveimur andarnefjum sem rekið hafði á land í Engey í ágúst 2019. Önnur dó en hin komst aftur út á sjó. Ljósmynd/Eyþór Árnason

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir