Ruffalo í rigningu

Jóhannes Pálmason og Þórir Georg í hljóðveri Jóhannesar.
Jóhannes Pálmason og Þórir Georg í hljóðveri Jóhannesar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tón­list­ar­menn­irn­ir Þórir Georg og Jó­hann­es Pálma­son sendu á dög­un­um frá sér breiðskíf­una Hvörf  Music Li­brary 02 en eins og nafnið gef­ur til kynna er þetta önn­ur skífa Hvarfa. Fyrsta plat­an kom út árið 2019 en sam­starf og vinátta þeirra Jó­hann­es­ar og Þóris hófst í plötu­búðinni Lucky Records sem þeir störfuðu báðir í á tíma­bili.


Jó­hann­es seg­ir þá Þóri fljót­lega hafa kom­ist að því að þeir hefðu báðir brenn­andi áhuga á kvik­mynda­tónlist og þá líka svo­kallaðri „li­brary“-tónlist sem er sér­stak­ur angi kvik­mynda­tón­list­ar, eins og Þórir lýs­ir því. Þeir fé­lag­ar segj­ast hafa velt því nokkuð lengi fyr­ir sér að vinna sam­an að tónlist og látið slag standa. Frumb­urður­inn hafi komið hratt í heim­inn, orðið til á viku.

Keim­lík­ar hug­mynd­ir 


Þessi tón­list­ar­söfn eða -bank­ar hafa einkum verið nýtt í gegn­um tíðina í ódýr­ar kvik­mynd­ir og sjón­varpsþætti, þegar ekki hef­ur verið nægt fjár­magn til að ráða tón­skáld í að semja tónlist fyr­ir verk­in. Þeir Jó­hann­es og Þórir segj­ast báðir hafa áhuga á slíkri tónlist og öllu í kring­um hana. „Þetta er allt frek­ar nafn­laust og lát­laust og „fúnksjónal“, snýst bara um að búa til tónlist, að hún sé aðgengi­leg og skýrt hvað þetta er og þá er auðvelt fyr­ir fólk að finna það sem það er að leita að,“ seg­ir Þórir og Jó­hann­es bæt­ir við að þegar hann hafi kynnt sér slíka tónlist hafi hann orðið var við að tón­list­ar­menn notuðu mis­mun­andi nöfn þegar þeir væru að semja slíka tónlist og gefa út. „Sami tón­list­armaður­inn var að nota kannski fjög­ur, fimm mis­mun­andi nöfn eft­ir því hvaða li­brary-verk­efni hann var að gera. Það tók dá­lít­inn tíma að kveikja á því,“ seg­ir Jó­hann­es.

– Þegar þið fóruð að vinna sam­an að þessu verk­efni, Hvörf­um, komust þið þá að því að þið væruð með svipaðar hug­mynd­ir um tón­list­ina eða þurftuð þið að sam­ræma þær?
„Við vor­um eig­in­lega bún­ir að kom­ast að því áður en við byrjuðum að við vær­um með mjög keim­lík­ar hug­mynd­ir. Mér fannst við ekki þurfa að sam­ræma mikið, það tók kannski tvær, þrjár til­raun­ir að finna út úr því hvernig við unn­um vel sam­an. Það hafði kannski minna með tón­list­ina gera og meira með vinnuflæðið,“ seg­ir Þórir og Jó­hann­es tek­ur und­ir það. „Þetta var mjög þægi­legt, þetta er mjög þægi­legt verk­efni að vinna,“ seg­ir hann.
Þórir seg­ir þá ekki hafa hist með sam­in lög held­ur ein­fald­lega mætt í stúd­íó og byrjað að skapa. „Sum lög verða til bara á klukku­tíma og öðrum þurf­um við að vinna meira í,“ seg­ir Þórir og Jó­hann­es seg­ir flæðið hafa verið hratt í tón­list­ar­sköp­un­inni og þeir lítið fyr­ir að hanga yfir lög­un­um. Þórir seg­ir þá ein­mitt snúa sér frek­ar að næsta lagi frek­ar en að hanga yfir því sama klukku­stund­um sam­an. „Þetta var mjög skemmti­legt upp á það að gera,“ seg­ir Jó­hann­es.

Umslag plötunnar.
Um­slag plöt­unn­ar.



Þeir fé­lag­ar eru spurðir hvort þeir eigi sér upp­á­haldskvik­myndatón­skáld og nefn­ir Jó­hann­es ít­ölsk tón­skáld á sjö­unda og fyrri hluta átt­unda ára­tug­ar­ins. Þórir seg­ir eitt og eitt kvik­myndatón­skáld í upp­á­haldi en þó frek­ar tónlist úr stök­um kvik­mynd­um. Hann nefn­ir sem dæmi tékk­nesku hryll­ings­mynd­ina Val­erie and Her Week of Wond­ers eða Val­erie a týd­en divù eins og hún heit­ir á frum­mál­inu og Jó­hann­es nefn­ir franska teikni­mynd, La Planète sau­vage eða Fant­astic Pla­net eins og hún heit­ir á ensku. Þeir nefna líka sí­gild­ar mynd­ir Johns Carpenters, tónlist Enni­os Morrico­nes og svo tón­verk Jó­hanns Jó­hanns­son­ar og Hild­ar Guðna­dótt­ur.

Úr frönsku teiknimyndinni La Planète sauvage sem hefur að geyma …
Úr frönsku teikni­mynd­inni La Planète sau­vage sem hef­ur að geyma frá­bæra kvik­mynda­tónlist, að sögn Jó­hann­es­ar.

Yfirþyrm­andi og ágeng


Við velt­um fyr­ir okk­ur hvað ein­kenni góða kvik­mynda­tónlist og Þórir nefn­ir að hún þjóni fyrst og fremst kvik­mynd­inni. Hann nefn­ir sem ný­leg dæmi tónlist Hild­ar við Jóker­inn sem verði nán­ast hluti af mynd­inni, falli svo vel inn í hana, og svo tónlist Daniels Lopot­ins við Uncut Gems sem sé brjálæðis­lega yfirþyrm­andi og ágeng all­an tím­ann. Tónlist Lopot­ins sé ekki „und­erscore“ held­ur „overscore“, þ.e. ofan á því sem sé að ger­ast í mynd­inni en ekki und­ir. Jó­hann­es seg­ir þetta líka ein­kenna marg­ar eldri kvik­mynd­ir. „Í mörg­um af þess­um gömlu mynd­um er tón­list­in eig­in­lega miklu áhuga­verðari en mynd­in sjálf,“ bend­ir hann á og að hann eigi mikið safn tón­list­ar úr hryll­ings­mynd­um sem hann hafi þó fæst­ar séð.

Fyrri plata Hvarfa var tölu­vert ólík þeirri nýju. Á henni voru þeir Jó­hann­es og Þórir að vinna meira með akústísk hljóðfæri á borð við gít­ar og pí­anó en á þeirri nýju eru hljóðgervl­ar meira áber­andi og plat­an í heild ryt­mísk­ari og ra­f­rænni, að sögn þeirra fé­laga. Þórir seg­ir að þeir Jó­hann­es stefni að því að gera þriðju plöt­una og lík­lega fleiri. Vínilút­gáf­an er tak­mörkuð, aðeins 150 ein­tök voru gerð af nýju plöt­unni og kostnaður­inn það mik­ill að þeir fé­lag­ar koma út á sléttu, að sögn Þóris.

Pass­ar vel við rökk­ur­mynd­ir 


En ætla þeir að kynna þetta laga­safn sem mögu­leika fyr­ir kvik­mynda­gerðar­menn að sækja í? Þeir segj­ast ekki hafa velt því fyr­ir sér en mögu­lega ættu þeir að skoða þann mögu­leika, að koma tón­list­inni í ein­hverja gagna­banka. „Þetta myndi svín­virka við margt,“ seg­ir Jó­hann­es og Þórir seg­ir þessa hug­mynd alls ekki út í hött. Tón­list­in á nýju plöt­unni henti til að mynda vel rökk­ur­mynd­um, „film noir“.
Jó­hann­es og Þórir spila sjálf­ir á öll hljóðfæri sem koma við sögu á plöt­un­um tveim­ur, hvort sem það er gít­ar, bassi eða tromm­ur. „Ég er gít­ar­leik­ari í grunn­inn,“ nefn­ir Þórir sem hef­ur gefið út fjölda platna sem sóló­tón­list­armaður og Jó­hann­es hef­ur m.a. verið liðsmaður í hljóm­sveit­un­um Epic Rain og Dala­læðu.

Laga­titl­arn­ir eru for­vitni­leg­ir og halda mætti að þeir væru lýs­andi fyr­ir lög­in, til dæm­is „Killer in the Rain“ og „Rings of Sat­urn“. En svo er þó ekki held­ur eru þeir sótt­ir í titla vís­inda­skáld­sagna frá sjö­unda og átt­unda ára­tugn­um. Þeir Jó­hann­es og Þórir hlæja að þessu og blaðamaður bend­ir á að þeir hafi sparað sér vesenið að finna titla á lög­in sem eru öll án söngs og texta.
Við hlust­um á hið fyrr­nefnda „Killer in the Rain“ og velt­um fyr­ir okk­ur hvað gæti verið að ger­ast í kvik­mynd á meðan það ómaði und­ir. Einka­spæj­ari sit­ur inni í bíln­um sín­um og reyk­ir. Það er dimmt og rign­ing og mynd­in er svart­hvít. Leik­ar­inn mögu­lega Mark Ruffalo af því hann tek­ur sig svo vel út í svart­hvítu. 

Úr tékknesku hryllingsmyndinn Valerie and her Week of Wonders.
Úr tékk­nesku hryll­ings­mynd­inn Val­erie and her Week of Wond­ers.



Þannig býr tón­list­in auðveld­lega til mynd­ir í huga manns sem verður þó ekki vel lýst í blaðaviðtali en viðtalið við þá fé­laga með tón­dæm­um má finna hér fyr­ir neðan. Plöt­una má svo t.d. finna á bandcampsíðu Hvarfa með því að smella hér.  

Leikarinn Mark Ruffalo sést hér í lit en tekur sig …
Leik­ar­inn Mark Ruffalo sést hér í lit en tek­ur sig ábyggi­lega vel út í svart­hvítu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Nú er rétti tíminn til að taka hendinni heima fyrir og losa sig við það sem þú hefur ekki þörf fyrir lengur. Kænn sölumaður veit hvenær hann á að draga sig í hlé.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Nú er rétti tíminn til að taka hendinni heima fyrir og losa sig við það sem þú hefur ekki þörf fyrir lengur. Kænn sölumaður veit hvenær hann á að draga sig í hlé.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg