„Ég elska Godzillu mjög mikið“

Godzilla í myndinni um Godzilla og King Kong.
Godzilla í myndinni um Godzilla og King Kong.

Risagór­ill­an King Kong og risaeðlan Godzilla eru til um­fjöll­un­ar í nýj­asta þætti kvik­mynda­hlaðvarps­ins Bíós. Brynja Hjálms­dótt­ir, sér­leg­ur áhugamaður um skrímsl­in, ræðir við um­sjón­ar­mann um bíó­mynd­ina Godzilla vs. Kong. 

„Ég elska Godzillu mjög mikið,“ seg­ir Brynja um eðluna sem á sér mik­inn fjölda aðdá­enda og bend­ir hún á að austrið og vestrið mæt­ist í mynd­inni, Godzilla upp­haf­lega jap­anskt fyr­ir­bæri og King Kong banda­rískt þó svo gór­ill­an hafi fund­ist á Skull Is­land, þ.e. Hauskúpu­eyju. 

Brynja er býsna hrif­in af nýju mynd­inni sem hef­ur gert það gott í bíó­um víða um lönd, enda sum­ar­mynd með stóru s-i. Brynja seg­ist leng­ur hafa haft áhuga á Godzillu en King Kong enda ólík kvik­indi og heim­ur­inn í kring­um Godzillu öllu íburðarmeiri. Fjöldi kvik­mynda er til um bæði skrímsli og hafa þau mæst áður í kvik­mynda­sög­unni með til­heyr­andi eyðilegg­ingu.

Kvik­myndarýn­ir Morg­un­blaðsins, Gunn­ar Ragn­ars­son, var nokkuð sátt­ur við Godzilla vs. Kong á dög­un­um og gaf þrjár stjörn­ur af fimm mögu­leg­um.  

Nýj­asta þátt hlaðvarps­ins Bíó má finna hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er oftast auðveldara að láta stjórnast af atburðarásinni heldur en hafa sjálfur áhrif. Ef þú heldur að þú sért ekki á réttum stað, skaltu hugsa þig um tvisvar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Maria Fallström
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er oftast auðveldara að láta stjórnast af atburðarásinni heldur en hafa sjálfur áhrif. Ef þú heldur að þú sért ekki á réttum stað, skaltu hugsa þig um tvisvar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Maria Fallström
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir