Hægt að kjósa Natan núna

Natan Dagur æfir fyrir undanúrslitakvöld í Voice.
Natan Dagur æfir fyrir undanúrslitakvöld í Voice. Ljósmynd/Aðsend

Natan Dagur söng lagið All I Want með írsku hljómsveitinni Kodaline er hann steig á svið í kvöld í norska Voice. Undanúrslit keppninnar fara nú fram. 

Þegar hefur verið opnað fyrir netkosningu á vefsíðu TV2, sjónvarpsstöðvarinnar sem framleiðir þættina. 

Sem fyrr getur hver sem er kosið á tv2.no. Hver og einn getur kosið þrisvar. 

Sjá má borðann efst á síðu TV2 sem þarf að …
Sjá má borðann efst á síðu TV2 sem þarf að smella á til að kjósa. Skjáskot

Sex keppendur eru eftir í keppninni, og munu neðstu tveir keppendur detta út í þessari umferð keppninnar. Fjórir stigahæstu keppendurnir fara áfram í úrslitakvöldið sem verður í beinni útsendingu í Noregi 28. maí. 

Samkvæmt veðbönkum í Noregi er Natani spáð þriðja sæti og því góður möguleiki á að hann komist áfram, með góðum stuðningi frá Íslandi kannski alla leið til sigurs.

Hér má hlusta á lagið sem Natan mun syngja í upprunalegri útgáfu: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir