Rúrik og Natan keppa í úrslitum í kvöld

Natan Dagur keppir í úrslitaþætti Voice í Noregi og Rúrik …
Natan Dagur keppir í úrslitaþætti Voice í Noregi og Rúrik Gíslason keppir í úrslitaþætti Let's Dance.

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason keppir ásamt Renötu Lusin í úrslitaþætti Let's Dance í Þýskalandi í kvöld. Rúrik hefur átt góðu gengi að fagna í kepnninni undanfarna mánuði. 

Annar Íslendingur, söngvarinn Natan Dagur keppir til úrslita í The Vocie í Noregi í kvöld. Keppni hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Natan hefur rúllað upp síðustu þáttum og heillað norsku þjóðina upp úr skónum. 

Það má því sanni segja að Íslendingar verði í brennideplinum í útlöndum í kvöld. 

Rúrik hefur tryllt þýsku þjóðina hvert föstudagskvöldið á eftir öðru. Mikið hefur farið fyrir umfjöllun um Rúrik í þýskum fjölmiðlum og var hann meðal annars á forsíðu fylgirits þýska Playboy nú í vor.

Natan Dagur hefur sömuleiðis gert gott mót í Noregi en fyrsta áheyrnaprufa hans, svokölluð blind áheyrnaprufa, vakti mikla athygli og hefur hún verið spiluð yfir 1,4 milljón sinnum á Youtube.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir