Eyðir milljónum á ári í lýtaaðgerðir til að líkjast Ken

Jimmy Featherstone er með fullkomið andlit að eigin sögn.
Jimmy Featherstone er með fullkomið andlit að eigin sögn. Skjáskot/Youtube

Jimmy Featherstone er 22 ára frá fiskiþorpinu Hull í Englandi. Æskudraumurinn hans var að líta út eins og Ken fyrrverandi eiginmaður Barbie en hjónin skildu á Valentínusardaginn árið 2004 eftir að hafa verið gift í 43 ár. Sá draumur hefur núna ræst með hjálp fjölda lýtaaðgerða.

Jimmy Featherstone eyðir að meðaltali einni og hálfri milljón króna á ári í „fegrunar“ aðgerðir til „Að vera með hið fullkomna andlit“ segir hann en þessi útgjöld eru loksins að skila sínu, að hans mati.

Ekki nóg með að Jimmy Featherstone hafi náð langþráðum draumi sínum að vera með fullkomið andlit eins og Ken þá hefur honum verið boðið að koma fram í sjónvarpsþætti hjá sjónvarpsstöðinni í Hull.

Sumir finna hamingjuna í bótoxi
Sumir finna hamingjuna í bótoxi Skjáskot/Youtube

Jimmy „Ken“ Featherstone segir það „Mjög mikilvægt“ að líta vel út og kostnaðurinn við lýtaaðgerðir, hárígræðslur og bótoxið sé alveg þess virði. Jimmy fer í snyrtingu á hárgreiðslustofu í hverri viku og reglulega í varafyllingu.

Frétt Hull Daily Mail.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Náinn vinur þinn vekur undrun þína. Þú ert að standa þig frábærlega vel í nýja lífsstílnum, haltu áfram á sömu braut.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Náinn vinur þinn vekur undrun þína. Þú ert að standa þig frábærlega vel í nýja lífsstílnum, haltu áfram á sömu braut.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach